Takk fyrir mótið!
Sælir drengir.
Vorur fleiri en ég algjörlega búnir á því í gær og rotuðust fyrir framan imbann!!
Ég reyndar rúllaði líka yfir liðið hans Egils á mfl æfingu eftir mótið í gær :-)
En alla veganna,
Takk kærlega fyrir mótið strákar - stóðuð ykkur ótrúlega vel, utan vallar sem og innan.
Erum virkilega stoltir af ykkur og klárlega nettasta liðið á mótinu. Vorum audda líka fjölmennastir eins og fyrri daginn - og skipti það engu máli, menn héldu vel utan um hvorn annan þar sem að við vorum ekki með neina fasta fararstjóra, og var nánast allt til fyrirmyndar.
Við chillum nú (eins og ljónið) í tvo daga og hittumst aftur á miðvikudaginn. Held að menn séu farnir strax aftur að vinna, þannig að ég þarf að finna út hvort við æfum fyrir eða eftir hádegi.
Set það inn snemma á morgun, þriðjudag, sem og allt um mótið sem var að klárast (markaskorarar, úrslit, sektir og vonandi frammistöðu).
Hafið það massa gott,
Heyrumst á morgun.
Ingvi og co.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home