Tölur úr Rey Cup!
Jamm jamm.
Hérna kemur allt um gengi okkar á Rey Cup, nákvæmt fyrir hvert lið.
Njótið vel:
- - - - -
A lið.
Almennt: Við spiluðum nokkuð sannfærandi út allt mótið, fyrir utan leikinn við Völsung, þar sem við vorum alveg á hælunum. Hefði ekki verið leiðinlegt að spila úrslitaleikinn v Keflavík á Valbirni. En síðasti leikurinn við Fram var flottur, vorum sterkir í fyrri en klaufar að gefa eiginlega fyrstu tvö mörkin. Hefðum getað skorað fleiri í seinni og minnkað þannig munin. En í heildina þokkalega sáttur við mótið.
Sæti: 4.sæti.
Leikir:
v Aftureldingu: 1 - 0 (arnþór ari).
v Sindra: 2 - 1 (árni freyr, anton sverrir).
v Herfölge: 2 - 1 (arnþór ari - kommi).
v Völsung: 0 - 3.
v Reyni/Víði: 3 - 0 (anton sverrir 2 - kommi).
Um 3-4 sætið: v Fram: 2 - 4 (stefán tómas - nonni).
Markaskorarar:
3 mörk: Anton Sverrir.
2 mörk: Arnþór Ari - Kormákur.
1 mark: Stefán Tómas - Jón Kristinn - Árni Freyr.
Frammistaða:
Orri: Stepped up eins og maður segir og sýndi að hann á alveg erindi í A liðið. Vantar stundum að lesa leikinn betur og vinna í úthlaupum og útspörkum. En bara mæta eins og ljónið hjá Rúnari markmannsþjálfara og þá verður það komið eftir no time.
Krissi: Mætti sprækur og stóð og studdi með okkur allt mótið þrátt fyrir að handleggsbrotna daginn fyrir mót. Flottur karakter.
Valli: Ótrúlega sterkur allt mótið - djöflaðist og barðist hverja einustu mínútu í mótinu.
Tolli: Er hiklaust ein sneggsti leikmaðurinn í flokknum og sýndi það í hverjum leik - kláraði mótið meiðslalaus :-) og stóð alltaf fyrir sýnu. Þarf að vinna aðeins í fyrirgjöfunum en það fer að detta inn.
Addi: Þriðji leikmaðurinn í liðinu sem tók allar mínúturnar á mótinu - gríðarsterkur í miðverðinum og tóku fáir hann á sprettinum - flott mót í heildina.
Nonni: Gæti spilað allar stöður á vellinum - var í baráttunni allt mótið og gaf sig allann í alla leikina - gerði svo það sem hann mætti gera meira í síðasta leiknum: hoppaði hæst og setti þvílíkt mark með skalla eftir hornspyrnu.
Kommi: Hefði viljað sjá koma meira út úr honum - á það til að týnast aðeins - en sýndi það í fullt af leikjum að fáir hafa betri tækni en hann - setti tvö flott mörk á mótinu og gátu þau hæglega verið fleiri.
Stebbi: Var afar sprækur í öllum leikjum - hefði mátt gefa betri vídd stöku sinnum og koma með fleiri fyrirgjafir - en fín frammistaða.
Diddi: Stjórnaði liðinu sínu vel allt mótið, og stóð algjörlega fyrir sínu á fremri eða aftari miðjusvæðinu.
Arnþór Ari: Setti tvö krítísk mörk fyrir okkur en hefði mátt vera duglegri að setjann á markið trekk í trekk enda einn besti spyrnumaðurinn í liðinu - en eins og fleiri þá gaf hann sig í alla leiki.
Anton Sverrir: Sýndi það í fullt af leikjum að hann getur búið til færi, skorað sjálfur og varist eins og ljónið. Vantar kannski smá púst en snilldar frammistaða á mótinu.
Árni: Afar duglegur frammi allt mótið - var duglegur að koma og fá boltann, skýldi honum vel og reyndi alltaf að finna smugu í gegn - hefði kannski viljað sjá fleiri mörk hjá kallinum.
Jóel: Átti soldið kaflaskipta leiki - gat verið þvílíkt öflugur, unnið bolta og farið í gegn - en átti það soldið til að týnast.
Maður mótins: Anton Sverrir.
- - - - -
B lið - eldri.
Almennt: Við byrjuðum mótið af krafti en misstum dampinn smá á föstudeginum enda kepptum við 3 leiki þann dag. Er ánægður með alla leikina nema seinni hálfleikinn í HK leiknum og smá hluta af Víkingsleiknum. Við vorum einnig með fáa eða enga skiptimenn þannig að megin þorrinn af leikmönnum kepptu allar mínútur mótsins. Get eiginlega ekki verið ósáttur með árangurinn.
Sæti: 5 - 6.sæti.
Leikir:
v FH: 4 - 0 (daníel örn 2, davíð þór, tryggvi).
v Grindavík: 2 - 0 (guðmundur andri, tryggvi).
v HK: 0 - 8.
v ÍBV: 3 - 2 (tryggvi, daníel örn, davíð þór).
v Víking: 2 - 5 (daníel örn 2).
v Aftureldingu: 8 - 0 (tryggvi 3, daníel örn 2, úlfar þór 2, anton helgi).
um 5-6.sætið: v Fylki: 1 - 1 (daníel örn).
Markaskorarar:
8 mörk: Daníel Örn.
6 mörk: Tryggvi.
Hérna kemur allt um gengi okkar á Rey Cup, nákvæmt fyrir hvert lið.
Njótið vel:
- - - - -
A lið.
Almennt: Við spiluðum nokkuð sannfærandi út allt mótið, fyrir utan leikinn við Völsung, þar sem við vorum alveg á hælunum. Hefði ekki verið leiðinlegt að spila úrslitaleikinn v Keflavík á Valbirni. En síðasti leikurinn við Fram var flottur, vorum sterkir í fyrri en klaufar að gefa eiginlega fyrstu tvö mörkin. Hefðum getað skorað fleiri í seinni og minnkað þannig munin. En í heildina þokkalega sáttur við mótið.
Sæti: 4.sæti.
Leikir:
v Aftureldingu: 1 - 0 (arnþór ari).
v Sindra: 2 - 1 (árni freyr, anton sverrir).
v Herfölge: 2 - 1 (arnþór ari - kommi).
v Völsung: 0 - 3.
v Reyni/Víði: 3 - 0 (anton sverrir 2 - kommi).
Um 3-4 sætið: v Fram: 2 - 4 (stefán tómas - nonni).
Markaskorarar:
3 mörk: Anton Sverrir.
2 mörk: Arnþór Ari - Kormákur.
1 mark: Stefán Tómas - Jón Kristinn - Árni Freyr.
Frammistaða:
Orri: Stepped up eins og maður segir og sýndi að hann á alveg erindi í A liðið. Vantar stundum að lesa leikinn betur og vinna í úthlaupum og útspörkum. En bara mæta eins og ljónið hjá Rúnari markmannsþjálfara og þá verður það komið eftir no time.
Krissi: Mætti sprækur og stóð og studdi með okkur allt mótið þrátt fyrir að handleggsbrotna daginn fyrir mót. Flottur karakter.
Valli: Ótrúlega sterkur allt mótið - djöflaðist og barðist hverja einustu mínútu í mótinu.
Tolli: Er hiklaust ein sneggsti leikmaðurinn í flokknum og sýndi það í hverjum leik - kláraði mótið meiðslalaus :-) og stóð alltaf fyrir sýnu. Þarf að vinna aðeins í fyrirgjöfunum en það fer að detta inn.
Addi: Þriðji leikmaðurinn í liðinu sem tók allar mínúturnar á mótinu - gríðarsterkur í miðverðinum og tóku fáir hann á sprettinum - flott mót í heildina.
Nonni: Gæti spilað allar stöður á vellinum - var í baráttunni allt mótið og gaf sig allann í alla leikina - gerði svo það sem hann mætti gera meira í síðasta leiknum: hoppaði hæst og setti þvílíkt mark með skalla eftir hornspyrnu.
Kommi: Hefði viljað sjá koma meira út úr honum - á það til að týnast aðeins - en sýndi það í fullt af leikjum að fáir hafa betri tækni en hann - setti tvö flott mörk á mótinu og gátu þau hæglega verið fleiri.
Stebbi: Var afar sprækur í öllum leikjum - hefði mátt gefa betri vídd stöku sinnum og koma með fleiri fyrirgjafir - en fín frammistaða.
Diddi: Stjórnaði liðinu sínu vel allt mótið, og stóð algjörlega fyrir sínu á fremri eða aftari miðjusvæðinu.
Arnþór Ari: Setti tvö krítísk mörk fyrir okkur en hefði mátt vera duglegri að setjann á markið trekk í trekk enda einn besti spyrnumaðurinn í liðinu - en eins og fleiri þá gaf hann sig í alla leiki.
Anton Sverrir: Sýndi það í fullt af leikjum að hann getur búið til færi, skorað sjálfur og varist eins og ljónið. Vantar kannski smá púst en snilldar frammistaða á mótinu.
Árni: Afar duglegur frammi allt mótið - var duglegur að koma og fá boltann, skýldi honum vel og reyndi alltaf að finna smugu í gegn - hefði kannski viljað sjá fleiri mörk hjá kallinum.
Jóel: Átti soldið kaflaskipta leiki - gat verið þvílíkt öflugur, unnið bolta og farið í gegn - en átti það soldið til að týnast.
Maður mótins: Anton Sverrir.
- - - - -
B lið - eldri.
Almennt: Við byrjuðum mótið af krafti en misstum dampinn smá á föstudeginum enda kepptum við 3 leiki þann dag. Er ánægður með alla leikina nema seinni hálfleikinn í HK leiknum og smá hluta af Víkingsleiknum. Við vorum einnig með fáa eða enga skiptimenn þannig að megin þorrinn af leikmönnum kepptu allar mínútur mótsins. Get eiginlega ekki verið ósáttur með árangurinn.
Sæti: 5 - 6.sæti.
Leikir:
v FH: 4 - 0 (daníel örn 2, davíð þór, tryggvi).
v Grindavík: 2 - 0 (guðmundur andri, tryggvi).
v HK: 0 - 8.
v ÍBV: 3 - 2 (tryggvi, daníel örn, davíð þór).
v Víking: 2 - 5 (daníel örn 2).
v Aftureldingu: 8 - 0 (tryggvi 3, daníel örn 2, úlfar þór 2, anton helgi).
um 5-6.sætið: v Fylki: 1 - 1 (daníel örn).
Markaskorarar:
8 mörk: Daníel Örn.
6 mörk: Tryggvi.
2 mörk: Úlfar Þór - Davíð Þór.
1 mark: Guðmundur Andri - Anton Helgi
Frammistaða:
Kristó: Bjargaði okkur og sýndi gamla takta í markinu út allt mótið - bjargaði okkur oft með góðum leikjum - vantaði kannski aðeins upp á staðsetninguna við og við.
Daði: Ótrúlega solid og jöfn frammistaða út allt mótið.
Gummi: Eins og klettur í öftustu stöðu allt mótið. Stóð sig afar vel í nánast öllum leikjum.
Úlli: Var sterkur og sýndi karakter og harkaði af sér meiðslin í síðustu leikjunum - góð frammistaða í mótinu.
Anton Helgi: Sýndi það að hann á algjörlega heima í þessu liði - mikill kraftur en hefði mátt láta heyra betur í sér og skipuleggja sig meira með næsta manni.
Dabbi: Átti fínt mót - afar lipur með boltann en hefði mátt vera meira buff í tæklingum og þess háttar. Setti líka flott mörk.
Mikki: Stóð sig vel þrátt fyrir hnémeiðslin - kláraði miðjuna sem og bakvörðin eins og ljónið - klassi.
Sindri Þ: Stóð fyrir sínu allt mótið - Barðist vel og kom líka vel með fram í aðstoð.
Viktor: Flott frammistaða í nánast öllum leikjum - er búinn að bæta sig svaðalega í ár. Orðinn öruggur á boltann og hægara sagt en gert að fara í gegnum hann í vörninni.
Danni: Er orðinn svaðalegur upp við markið - skoraði 8 mörk á mótinu og segir það allt sem segja þarf.
Tryggvi: Kröftugur og álíka markamaskína og Danni. Flott frammistaða í nánast öllum leikjum mótsins.
Silli: Var flottur í fimmtudagsleikjunum - synd að hafa hann ekki allt mótið.
Maður mótsins: Daníel Örn.
- - - - -
B lið - yngri.
Almennt: Þrátt fyrir flotta spilamennsku og fína leiki þá fundum við ekki alveg sigur formúluna á mótinu. Töpuðum þremur leikjum með einu marki og vorum svo vel inn í tveimur. Kannski aðallega Breiðabliksleikurinn og seinni hálfleikurinn í Keflavíkurleiknum sem við klikkuðum alveg. En við sýndum flottann karakter utan vallar og peppuðum hvorn annan upp og slepptum alveg væli og neikvæðni þar. Vantaði kannski meiri trú og sjálfstraust inn á vellinum því við vorum með flott lið og yfirburðarmenn í nokkrum stöðum.
Sæti: 12.sæti.
Leikir:
v ÍA: 4 - 5 (sigurður t, högni 2, eiður tjörvi).
v Hamar/Ægir: 1 - 4 (dagur hrafn).
v Fylki: 1 - 2 (seamus).
v Keflavík: 1 - 4 (sigurður t).
v Breiðablik: 0 - 6.
v ÍBV: 1 - 2 (seamus).
Markaskorarar:
2 mörk: Seamus - Sigurður T - Högni Hjálmtýr.
1 mark: Dagur Hrafn - Eiður Tjörvi.
Frammistaða:
Sindri: Spilaði flesta leiki á mótinu ásamt Kristó - Stóð sig afar vel á köflum og bjargaði trekk í trekk - datt svo aðeins niður á köflum - þarf nú bara að koma sér í betra form á æfingunum hans Rúnars markmannsþjálfara.
Birkir 5.fl: Stóð sig ótrúlega vel í bakverðinum - getur farið upp völlinn hvenær sem hann vill - gott touch og barðist líka eins og ljón við eldri leikmenn.
Óli: Sýndi það oft að hann var yfirburðarmaður í liðinu og í B liðs mótinu sjálfu, en hefði getað gert miklu meira, s.s. að koma sér á blað í markaskorun. Líka slæmt að missa hann í meiðsli í nokkrum leikjum.
Maggi: Var í heildina sterkur og gerði sitt - en samt fannst mér vanta smá power á köflum. Getur spilað hvaða stöðu sem er og er það mikill kostur.
Daði 5.fl: Eins og hann hafi ekkert gert annað en að spila 11 manna bolta - þvílíkt öflugur og synd að missa hann til útlanda á föstudeginum.
Högni: Stóð sig bara vel í vörninni - vantaði stundum aðeins betri staðsetningu og smá snerpu - en gerði algjörlega sitt. Líka fyrirmyndar fyrirliði í alla staði.
Gummi: Átti fullt af góðum sprettum en vantaði oft meiri grimmd og kraft og vera búinn að sjá næsta leik fyrir, þ.e. vera meira á tánum. En annars flottur.
Hilmar: Kom nokkuð vel út - tók smá tíma að finna stöðu sem hentaði honum - djöflaðist vel en vantar kannski aðeins meira leikf0rm. Bara æfa áfram eins og ljónið og halda sér í þessu liði.
Sigurður: Búinn að vera í hraðri uppleið með hverjum leiknum í sumar - berst alltaf og kemur líka vel með fram - afar skotviss og þarf að halda áfram að negla á markið.
Viddi: Sýndi það trekk í trekk af hverju hann er í A liðinu í sumar - boltinn hreinlega límdur við hann og duglegur að búa til hluti fyrir félagana. Mætti fara aðeins meira sjálfur og þá helst í skotum á markið. En flott frammistaða á mótinu.
Dagur: Fann sig best á kantinum - átti nánast góðan leik út mótið en það komu partar í leikina þar sem hann týndist - vantar áfram meira tal, stjórnun og pepp - en það er að koma.
Eiður: Hefði viljað sjá meira frá honum - vantaði stundum að koma sér alveg inn í leikina með sprengikrafti og görgum - en klárlega á réttri leið.
Seamus: Barðist eins og hann gat frammi allt mótið - spilaði að ég held allar mínúturnar - var soldið einn á báti en stóð sig samt vel og skoraði 2 snilldar mörk.
Maður mótsins: Seamus.
- - - - -
C lið.
Almennt: Við kepptum við frekar sterk lið en héldum í við nánast öll þeirra. Vorum klaufar að lenda undir í of mörgum leikjum en það bremsar mann alltaf smá af. Það var aðallega fyrsti leikurinn sem fór virkielga illa, en eftir það vorum við inni í flestum leikjum og vorum að standa okkur vel. Fjölmargir leikmenn vöknuðu er á leið mótið og sýndu klassa takta. Vantaði kannski meira sjálfstraust í okkur og vera algjörlega búnir að sjá sigurinn og mörkin fyrirframm! En flottur hópur - og margir flottir leikir.
Sæti: 6.sæti.
Leikir:
v FH: 1 - 8 (reynir).
v Fram: 2 - 4 (léo garðar, ágúst j).
v Fylki: 0 - 3.
v ÍR: 1 - 4 (reynir víti).
v Víking: 4 - 6 (arnþór f 2, bjarki, reynir).
v Breiðablik: 6 - 2 (bjarki 2, reynir, aron, ágúst j, krissi).
v ÍR: 0 - 2.
Markaskorarar:
4 mörk: Reynir.
3 mörk: Bjarki.
2 mörk: Ágúst J - Arnþór F.
1 mark: Leó Garðar - Kristján Orri - Aron.
Frammistaða:
Kristó / Sindri: Björguðu okkur alveg hér - stóðu sig vel og gáfu sig, að ég held, alla í þessa auka leiki.
Bjartur: Spilaði virkilega vel í miðverðinum - einn sterkasti maður liðsins í mótinu.
Leó G: Stóð sig vel - og sýndi það helst í síðasta leiknum hve sterkur hann er - var kannski að spila ranga stöðu í byrjun - hentar kannski betur fram á við.
Hákon: Átti marga fína spretti á mótinu - þarf bara stundum að vanda fyrstu snertingu og vera búinn að sjá sendingarmörguleikann aðeins fyrr.
Matthías: Átti fullt af góðum leikjum - getur spilað vörn sem og miðju og þarf bara vera með meira sjálfstraust í vörninni - en tók alltaf á því á fullu í öllum leikjum.
Njörður: Styrkti liðið virkilega og getur greinilega spilað hvaða stöðu sem er - stóð sig prýðílega á mótinu.
Aron: Virkilega öflur og lét það ekki aftra sér að spila einu til tveimur árum upp fyrir sig - fínn á kantinum sem og frammi - snöggur og kom alltaf inn á með krafti.
Bjarki L: Bjargaði okkur og spilaði nokkra leiki - var afar öflugur í þeim öllum og setti 3 mörk - hefðum átt bóka hann allt mótið.
Lárus Hörður: Barðist eins og ljón og fór í allar tæklingar á fullu - vantar aðeins upp á touchið við og við en það er að koma - stóð sig vel.
Reynir: Var yfirburðarmaður á mótinu - skoraði fjögur flott mörk - og hefði hann stundað æfingarnar stíft fram að móti hefði hann pottþétt skorað alla veganna fjögur í viðbót!
Arianit: Flott að fá hann í liðið á síðustu stundu - finnst ekki leiðinlegt að vera með boltann en hefðu mátt skýla honum betur eða dreifa honum fyrr á köflum - en gerði marga góða hluti.
Ágúst J: Sama gildir um Ágúst og Reyni, stóð sig vel á mótinu og skoraði 2 mörk - en ég hefði viljað sjá hann á fleiri æfingum fyrir mót því þá hefðí hann verið enn öflugri.
Þorgeir: Flottur í bakverðinum eða á miðjunni - vantar bara smá snerpu en er með flottar sendingar og flott skot - svekkjandi að missa hann í veikindi í síðustu leikjunum.
Arnþór F: Svipuð frammistaða og í leikjum sumarsins - sýndi það oft að það eru fáir með eins góða tækni - átti líka mörg góð skot - en vantaði miklu meiri keyrslu tilbaka og meiri hreyfingu án bolta.
Hrafn Helgi: Virkilegur kraftur í honum í öllum leikjum - berst vel og vill skora - hefði hann æft eins og maður í allt sumar hefði hann byrjað alla leiki og klárað fleiri færi.
Maður mótsins: Reynir.
- - - - -
1 mark: Guðmundur Andri - Anton Helgi
Frammistaða:
Kristó: Bjargaði okkur og sýndi gamla takta í markinu út allt mótið - bjargaði okkur oft með góðum leikjum - vantaði kannski aðeins upp á staðsetninguna við og við.
Daði: Ótrúlega solid og jöfn frammistaða út allt mótið.
Gummi: Eins og klettur í öftustu stöðu allt mótið. Stóð sig afar vel í nánast öllum leikjum.
Úlli: Var sterkur og sýndi karakter og harkaði af sér meiðslin í síðustu leikjunum - góð frammistaða í mótinu.
Anton Helgi: Sýndi það að hann á algjörlega heima í þessu liði - mikill kraftur en hefði mátt láta heyra betur í sér og skipuleggja sig meira með næsta manni.
Dabbi: Átti fínt mót - afar lipur með boltann en hefði mátt vera meira buff í tæklingum og þess háttar. Setti líka flott mörk.
Mikki: Stóð sig vel þrátt fyrir hnémeiðslin - kláraði miðjuna sem og bakvörðin eins og ljónið - klassi.
Sindri Þ: Stóð fyrir sínu allt mótið - Barðist vel og kom líka vel með fram í aðstoð.
Viktor: Flott frammistaða í nánast öllum leikjum - er búinn að bæta sig svaðalega í ár. Orðinn öruggur á boltann og hægara sagt en gert að fara í gegnum hann í vörninni.
Danni: Er orðinn svaðalegur upp við markið - skoraði 8 mörk á mótinu og segir það allt sem segja þarf.
Tryggvi: Kröftugur og álíka markamaskína og Danni. Flott frammistaða í nánast öllum leikjum mótsins.
Silli: Var flottur í fimmtudagsleikjunum - synd að hafa hann ekki allt mótið.
Maður mótsins: Daníel Örn.
- - - - -
B lið - yngri.
Almennt: Þrátt fyrir flotta spilamennsku og fína leiki þá fundum við ekki alveg sigur formúluna á mótinu. Töpuðum þremur leikjum með einu marki og vorum svo vel inn í tveimur. Kannski aðallega Breiðabliksleikurinn og seinni hálfleikurinn í Keflavíkurleiknum sem við klikkuðum alveg. En við sýndum flottann karakter utan vallar og peppuðum hvorn annan upp og slepptum alveg væli og neikvæðni þar. Vantaði kannski meiri trú og sjálfstraust inn á vellinum því við vorum með flott lið og yfirburðarmenn í nokkrum stöðum.
Sæti: 12.sæti.
Leikir:
v ÍA: 4 - 5 (sigurður t, högni 2, eiður tjörvi).
v Hamar/Ægir: 1 - 4 (dagur hrafn).
v Fylki: 1 - 2 (seamus).
v Keflavík: 1 - 4 (sigurður t).
v Breiðablik: 0 - 6.
v ÍBV: 1 - 2 (seamus).
Markaskorarar:
2 mörk: Seamus - Sigurður T - Högni Hjálmtýr.
1 mark: Dagur Hrafn - Eiður Tjörvi.
Frammistaða:
Sindri: Spilaði flesta leiki á mótinu ásamt Kristó - Stóð sig afar vel á köflum og bjargaði trekk í trekk - datt svo aðeins niður á köflum - þarf nú bara að koma sér í betra form á æfingunum hans Rúnars markmannsþjálfara.
Birkir 5.fl: Stóð sig ótrúlega vel í bakverðinum - getur farið upp völlinn hvenær sem hann vill - gott touch og barðist líka eins og ljón við eldri leikmenn.
Óli: Sýndi það oft að hann var yfirburðarmaður í liðinu og í B liðs mótinu sjálfu, en hefði getað gert miklu meira, s.s. að koma sér á blað í markaskorun. Líka slæmt að missa hann í meiðsli í nokkrum leikjum.
Maggi: Var í heildina sterkur og gerði sitt - en samt fannst mér vanta smá power á köflum. Getur spilað hvaða stöðu sem er og er það mikill kostur.
Daði 5.fl: Eins og hann hafi ekkert gert annað en að spila 11 manna bolta - þvílíkt öflugur og synd að missa hann til útlanda á föstudeginum.
Högni: Stóð sig bara vel í vörninni - vantaði stundum aðeins betri staðsetningu og smá snerpu - en gerði algjörlega sitt. Líka fyrirmyndar fyrirliði í alla staði.
Gummi: Átti fullt af góðum sprettum en vantaði oft meiri grimmd og kraft og vera búinn að sjá næsta leik fyrir, þ.e. vera meira á tánum. En annars flottur.
Hilmar: Kom nokkuð vel út - tók smá tíma að finna stöðu sem hentaði honum - djöflaðist vel en vantar kannski aðeins meira leikf0rm. Bara æfa áfram eins og ljónið og halda sér í þessu liði.
Sigurður: Búinn að vera í hraðri uppleið með hverjum leiknum í sumar - berst alltaf og kemur líka vel með fram - afar skotviss og þarf að halda áfram að negla á markið.
Viddi: Sýndi það trekk í trekk af hverju hann er í A liðinu í sumar - boltinn hreinlega límdur við hann og duglegur að búa til hluti fyrir félagana. Mætti fara aðeins meira sjálfur og þá helst í skotum á markið. En flott frammistaða á mótinu.
Dagur: Fann sig best á kantinum - átti nánast góðan leik út mótið en það komu partar í leikina þar sem hann týndist - vantar áfram meira tal, stjórnun og pepp - en það er að koma.
Eiður: Hefði viljað sjá meira frá honum - vantaði stundum að koma sér alveg inn í leikina með sprengikrafti og görgum - en klárlega á réttri leið.
Seamus: Barðist eins og hann gat frammi allt mótið - spilaði að ég held allar mínúturnar - var soldið einn á báti en stóð sig samt vel og skoraði 2 snilldar mörk.
Maður mótsins: Seamus.
- - - - -
C lið.
Almennt: Við kepptum við frekar sterk lið en héldum í við nánast öll þeirra. Vorum klaufar að lenda undir í of mörgum leikjum en það bremsar mann alltaf smá af. Það var aðallega fyrsti leikurinn sem fór virkielga illa, en eftir það vorum við inni í flestum leikjum og vorum að standa okkur vel. Fjölmargir leikmenn vöknuðu er á leið mótið og sýndu klassa takta. Vantaði kannski meira sjálfstraust í okkur og vera algjörlega búnir að sjá sigurinn og mörkin fyrirframm! En flottur hópur - og margir flottir leikir.
Sæti: 6.sæti.
Leikir:
v FH: 1 - 8 (reynir).
v Fram: 2 - 4 (léo garðar, ágúst j).
v Fylki: 0 - 3.
v ÍR: 1 - 4 (reynir víti).
v Víking: 4 - 6 (arnþór f 2, bjarki, reynir).
v Breiðablik: 6 - 2 (bjarki 2, reynir, aron, ágúst j, krissi).
v ÍR: 0 - 2.
Markaskorarar:
4 mörk: Reynir.
3 mörk: Bjarki.
2 mörk: Ágúst J - Arnþór F.
1 mark: Leó Garðar - Kristján Orri - Aron.
Frammistaða:
Kristó / Sindri: Björguðu okkur alveg hér - stóðu sig vel og gáfu sig, að ég held, alla í þessa auka leiki.
Bjartur: Spilaði virkilega vel í miðverðinum - einn sterkasti maður liðsins í mótinu.
Leó G: Stóð sig vel - og sýndi það helst í síðasta leiknum hve sterkur hann er - var kannski að spila ranga stöðu í byrjun - hentar kannski betur fram á við.
Hákon: Átti marga fína spretti á mótinu - þarf bara stundum að vanda fyrstu snertingu og vera búinn að sjá sendingarmörguleikann aðeins fyrr.
Matthías: Átti fullt af góðum leikjum - getur spilað vörn sem og miðju og þarf bara vera með meira sjálfstraust í vörninni - en tók alltaf á því á fullu í öllum leikjum.
Njörður: Styrkti liðið virkilega og getur greinilega spilað hvaða stöðu sem er - stóð sig prýðílega á mótinu.
Aron: Virkilega öflur og lét það ekki aftra sér að spila einu til tveimur árum upp fyrir sig - fínn á kantinum sem og frammi - snöggur og kom alltaf inn á með krafti.
Bjarki L: Bjargaði okkur og spilaði nokkra leiki - var afar öflugur í þeim öllum og setti 3 mörk - hefðum átt bóka hann allt mótið.
Lárus Hörður: Barðist eins og ljón og fór í allar tæklingar á fullu - vantar aðeins upp á touchið við og við en það er að koma - stóð sig vel.
Reynir: Var yfirburðarmaður á mótinu - skoraði fjögur flott mörk - og hefði hann stundað æfingarnar stíft fram að móti hefði hann pottþétt skorað alla veganna fjögur í viðbót!
Arianit: Flott að fá hann í liðið á síðustu stundu - finnst ekki leiðinlegt að vera með boltann en hefðu mátt skýla honum betur eða dreifa honum fyrr á köflum - en gerði marga góða hluti.
Ágúst J: Sama gildir um Ágúst og Reyni, stóð sig vel á mótinu og skoraði 2 mörk - en ég hefði viljað sjá hann á fleiri æfingum fyrir mót því þá hefðí hann verið enn öflugri.
Þorgeir: Flottur í bakverðinum eða á miðjunni - vantar bara smá snerpu en er með flottar sendingar og flott skot - svekkjandi að missa hann í veikindi í síðustu leikjunum.
Arnþór F: Svipuð frammistaða og í leikjum sumarsins - sýndi það oft að það eru fáir með eins góða tækni - átti líka mörg góð skot - en vantaði miklu meiri keyrslu tilbaka og meiri hreyfingu án bolta.
Hrafn Helgi: Virkilegur kraftur í honum í öllum leikjum - berst vel og vill skora - hefði hann æft eins og maður í allt sumar hefði hann byrjað alla leiki og klárað fleiri færi.
Maður mótsins: Reynir.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home