Wednesday, July 25, 2007

REY CUP!

Ó já.

Rey Cup hefst í kvöld, miðvikudag, með mætingu niður í Langholtsskóla (þar sem við gistum næstu fjórar nætur). Yngra árið mætir kl.21.30 og eldra árið kl.21.40. Við verðum búnir að merkja í hvaða stofu hver er - svo tökum við smá fund, ræmu og chill fyrir svefninn.

Allir eiga að vera komnir með bækling með öllum upplýsingum, en ég skutla bækling til þeirra sem ekki voru í gær.

Það eiga enn leikmenn eftir að greiða þátttökugjaldið á mótið. Endilega reynið að klára það í dag fyrir mætinguna í kvöld - leiðinlegt að vera að labba á menn í kvöld og rukka! (reikningsnúmerið er hér fyrir neðan í þarsíðustu færslu).

Annars á allt að vera klárt - ef ekki þá bara bjalla strax í kallinn, 869-8228.
Sjáumst eldhressir í kvöld,
Ingvi og co.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home