Þriðjudagurinn 24.júlí - 1 dagur í Rey Cup!
Halló halló.
Menn hressir í rigningunni. Held að fólk hafi aðeins tekið við sér og sumir skellt sér í einkabankann og klárað mótsgjaldið. Eins var nokkur slatti festur í ýmis störf á mótinu. Sem er bara gott mál.
En strákar, planið hjá okkur á morgun, þriðjudag, er soddann:
- Æfing + fundur - Yngra ár - TBR völlur - kl.13.00 - 14.30.
- Æfing + fundur - Eldra ár - TBR völlur - kl.14.45 - 16.15.
Við spilum sem sé í þremur aldursskiptum liðum og einu blönduðu á mótinu - þannig að við æfum yngri - eldri á morgun, og í lok hverrar æfingu fáum við okkur hressingu, tökum stuttann fund og afhendum the rey cup bækling!
Heyrið í mér ef það er eitthvað, er reyndar að fara á svaðalega mynd í bío í kvöld!
En annars sjáumst við bara á morgun.
kv,
Ingvi, Egill, Kiddi, Eymi og Jói (hvað ætliði að gera í essu crewi).
0 Comments:
Post a Comment
<< Home