Miðvikudagurinn mikli!
Sælir bændur, miðjubjörnsson hér (gísli - elstibjörnsson, oddur - yngstibjörnsson)!
Eldrisveinsson (óskar - yngrisveinsson) var a bjella í kjellinn og bað mig um að skrifa nokkur orð á bloggið, maður slær ekki hendi við því !
Okí, það er sem sagt fernt í þessu:
1. Komið er upp smá krísumál, en þannig er mál með vexti að í kvöld kom upp lítið og nett verkefni fyrir okkur fjórðaflokksinga. En við vorum beðnir um að dreifa Rey-Cup bæklingum í húsin í nágrenninu, bæði til þess að auglýsa mótið sem og að plata áhorfendur á leikina.
Það er mæting uppí Þrótt kl. 14.00, þar verða Ási framkvæmdastjóri og snillingur með meiru og væntanlega ég, miðjubjörnsson. Ef við mætum flestir, sem ég ætla rétt að vona, þá er þetta ekki meira en ein gata á mann, sem er ekkert!
2. Við vonum að allir séu komnir með Rey-Cup biblíuna hans eldrisveinssonar fyrir mótið, en ef einhverjur eru ekki svo heppnir að eiga gripinn, hringið þá í eldrisveinsson (869-8228) og hann fiffar það. Einnig ef einhverjar spurningar vakna hafiði þá endilega samband.
3. Ég var að horfa á þriðja flokkinn keppa í Njarðvík áðan og því miður tapaðist sá leikur og því er lítill sem enginn séns að þeir komist uppí B-deild.
Því þarf eldra árið okkar að spila í C-deild á næsta ári og ég treysti á þá að komast loksins upp í B-deildina, en þriðji flokkurinn er búinn að vera fastur í C-deildinni í alltof mörg ár.
4. Síðan er það bara miðvikudagskvöldið í Langó og ef þið eruð ekki klárir á mætingunni, heyrið þá bara í félaganum!
Annars er það ekki meira í bili.
Sé ykkur spræka á morgun.
Egill "Þruma" Björnsson
0 Comments:
Post a Comment
<< Home