Wednesday, July 18, 2007

Wednesday!

Sælir.

Það er æfing hjá öllum þeim sem ekki fóru til eyja í dag hjá Kidda:

- Æfing - Suðurlandsbraut - kl.10.30 - 11.45.

Eyjapeyjar rúlla með Herjólfi og verða komnir í bæinn kl.12.00.

Við ætlum svo allir að mæta í opnunarhátíð U-19 EM kvk í dag. Það er mæting hjá öllum
kl.16.00 niður í KSÍ (laugardalsvöll) í hálftíma æfingu. Kiddi tekur á móti ykkur. Svo er aðaldótið kl.18.00. Þetta verður bara gaman og snilld að geta hjálpað til við mótið svona. Allir af 26 manna eyja-hópnum voru klárir og vonandi allir sem mæta á æfinguna um morgunin.

Eftir opnunarhátíðina leika Íslensku stelpurnar sinn fyrsta landsleik, en hann byrjar kl.19.15. Það verður örugglega fullt af fólki á leiknum og góð stemning.

Treysti á ykkur strákar.
Sjáumst svo á morgun,
Ingvi og co.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home