Ísl mót v Víði/Reyni - fös!
Ó já.
Það kom loksins massa sigur hjá A liðinu í gær á móti Víði/Reyni á útivelli. Yndislega þrjú stig. Allt um leikinn hér:
- - - - -
Þróttur 4 - Víðir / Reynir 2.
Íslandsmótið
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Garðsvöllur.
Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins: 1 - 0, 2 - 0, 2 - 1, 2 - 2, 3 - 2, 4 - 2.
Maður leiksins: Anton Sverrir (erfitt að velja í dag - en átti flottann leik).
Mörk:
14 mín - Daði kláraði vel.
28 mín - Viðar Ari með skot utan af velli.
50 mín - Árni Freyr með flotta afgreiðslu.
60 mín - Anton Sverrir skoraði úr víti eftir að brotið hafði verið á Vidda.
Vallaraðstæður: Völlurinn var klikkaður en afar blautur - rigndi smá í byrjun en stytti svo upp. Frekar hlýtt.
Dómari: Þriggja dómara system - mjög góðir.
Áhorfendur: Fáir í dag en samt einhverjir tóku bíltúr.
Liðið:
Krissi í markinu - Valli og Gummi bakverðir - Diddi og Addi miðverðir - Nonni fyrir framan vörnina - Daði og Viddi á köntunum - Arnþór Ari og Anton S á miðjunni - Árni Freyr einn frammi. Varamenn: Stebbi, Kommi og Tolli.
- Slugs - tek það á mig!
Almennt um leikinn:
+ Létum boltann rúlla vel þrátt fyrir að boltinn gékk erfiðlega í bleytunni.
+ Áttum miðjusvæðið skuldlaust allann leikinn.
+ Settum á fullt power í stöðunni 2-2 og kláruðum dæmið (loksins).
- Rukum of oft út í mennina.
- Ýta betur út og upp þegar Krissi tekur langt útspark.
- Hefðum mátt skjóta meira á markið.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home