Ísl mót v ÍBV - þrið!
Ó já.
Það voru tveir leikir alla leið í Vestmannaeyjum í gær. 50% árangur - vorum samt með sigurinn í höndunum í fyrri leiknum! Allt um leikina hér:
- - - - -
Þróttur 2 - ÍBV 3.
Íslandsmótið
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Vestmannaeyjavöllur.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 1 - 0, 1 - 1, 2 - 1, 2 - 2, 2 - 3.
Maður leiksins: Anton Sverrrir ("stepped up" og setti tvö flott mörk og átti að auki fullt af skotum á markið).
Okkar mörk:
15 mín - Anton Sverrir úr víti.
60 mín - Anton Sverrir með flotta afgreiðslu inn í markteig.
Vallaraðstæður: Völlurinn afar góður og algjör blíða, of heitt ef eitthvað er!
Dómari: Þriggja dómara system - þeir sluppu alveg.
Áhorfendur: Nonni var okkar maður í stúkunni.
Liðið:
Krissi í markinu - Gummi og Valli bakverðir - Addi og Nonni miðverðir - Tolli og Viddi á köntunum - Diddi og Arnþór á miðjunni - Anton S og Árni Freyr frammi. Varamenn: Kormákur og Daði Þór.
Slugs - Tek etta á mig!
Almennt um leikinn:
+ Rúlluðum upp kantana og bjuggum til fullt af færum.
+ Opnuðum svæði vel.
+ Spiluðum glimmrandi þanngað til í lokin.
- Léleg dekkning.
- Lítið tal.
- Kláruðum ekki færin inn í teig + Klikkuðum á víti.
- Koðnuðum niður síðustu tíu og höfðum ekki trú á að við myndum loksins klára dæmið.
- - - - -
Þróttur 6 - ÍBV 2.
Íslandsmótið
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Vestmannaeyjavöllur.
Staðan í hálfleik: 5 - 1.
Gangur leiksins: 1 - 0, 2 - 0, 3 - 0, 4 - 0, 4 - 1, 5 - 1, 6 - 1.
Maður leiksins: Tryggvi (hættulegastur í dag).
Mörk:
4 mín - Tryggvi.
8 mín - Tryggvi eftir sendingu frá Dabba.
10 mín - Seamus.
23 mín - Danni Örn.
34 mín - Sigurður T með klassa skot.
55 mín - Seamus.
Vallaraðstæður: Völlurinn var afar góður - og veðrið klikkað (gott).
Dómari: Þriggja dómara system - stóðu sig vel.
Áhorfendur: Nonni átti stúkuna og A liðið hvatti nokkuð vel.
Liðið:
Orri í markinu - Viktor og Högni bakverðir - Kristó og Silli miðverðir - Guðmar og Dabbi Þór á köntunum - Danni Örn og Maggi á miðjunni - Seamus og Tryggvi frammi. Varamenn: Gummi S, Eiður T og Sigurður T.
Slugs - Tek etta á mig!
Almennt um leikinn:
+ Áttum fleiri skot en vanalega á markið.
+ Þeir áttu ekki breik fram á við - lokuðum öllu.
+ Settum sex snilldar mörk og áttum að setja fleiri.
- Fórum of mikið upp miðjuna.
- Vantar að senda boltann út í teiginn þegar við erum komnir að endalínu.
- Vantar að finna menn áður en við fáum boltann.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home