Thursday, July 05, 2007

Ísl mót v Víking - fös!

Hey hó.

Það var einn hádegisleikur í gær, v Víking á Víkingsvelli. Glötuð marktækifæri og klúðurmörk settu svip sinn á leikinn. En allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 2 - Víkingur 8.
Íslandsmótið

Dags: Föstudagurinn 6.júlí 2007.
Tími:
kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Víkingsvöllur.

Staðan í hálfleik:
1 - 4.
Gangur leiksins: 0 - 1, 0 - 2, 0 - 3, 0 - 4, 1 - 4, 1 - 5, 1 - 6, 1 - 7, 1 - 8, 2 - 8.

Maður leiksins: Viktor (var mest að taka á því í dag).

Okkar mörk:

33 mín - Guðmar með nett mark.
69 mín - Arnþór F með geggjað mark úr þröngu færi.

Vallaraðstæður: Veðrið nett en völlurinn ekkert spes - ósléttur.
Dómari: Fengum dómaratríó sem stóð sig nokkuð vel.
Áhorfendur:
Þó nokkrir mættu þrátt fyrir hádegisleik.

Liðið:

Stebbi í markinu - Högni og Leó bakverðir - Silli og Viktor miðverðir - Maggi og Geiri á köntunum - Dabbi og Sindri á miðjunni - Guðmar og Arnþór F frammi. Varamenn: Lalli, Arianit, Matti, Gummi S, Sigurður og Seamus.

Frammistaða:

Slugs - tek etta á mig.

Almennt um leikinn:

+ Reyndum að láta boltann rúlla.
+ Stoppuðum þá oft inn í okkar teig.
+ Settum 2 flott mörk.

- Þeir fóru of auðveldlega í gegnum okkur í fyrri hálfleik.
- Engan veginn allir á 100% í dag!
- Gáfum algjörlega 3 mörk - eitt eftir útspark - eitt eftir að missa hann klaufalega á vítateigslínu og eitt eftir að þeirra leikmaður sólaði 3 okkar leikmenn.

Í einni setningu: Enn einn leikurinn þar sem að við byrjum leikinn eins og sauður - hreinlega horfum á þá skora - vantar allann kraft í okkur - þeir voru sneggri, duglegri og börðust meira. Við vorum ekki á tánum, virkuðum þungir og ekki í takt. Nokkrir góðir hlutir samt - Þurfum bara að fá á okkur færri klúðurmörk!

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home