Nokkur atriði!
Jebba.
Ratleikurinn heppnaðist nokkuð vel í morgun - vel hannaður þó ég segi sjálfur frá! Vona að menn hafi fílað etta. Og bakarísgúffið hjá Sóley klikkaði ekki (ég fékk mér samt ekki snúð - tókuði eftir því).
Verðlaunasætin enduðu svona:
1.sæti - tími: valli - daði - stebbi k.
2.sæti - tími: addi - stebbi t - siggi t.
3.sæti - tími: arnþór ari - geiri - úlli.
1.sæti - rétt svör: arnþór ari - geiri - úlli.
2.sæti - rétt svör: diddi - arnþór f - kristó.
3.sæti - rétt svör: tryggvi - maggi - anton h - gummi s.
Þó nokkrir leikmenn eru í fríi en ég saknaði samt 5-6 stráka sem ég hélt að myndu mæta í dag! Örugglega skýringar á því en ég heyri í þeim á morgun!
Það byrjar sér knattspyrnuskóli fyrir 4.flokk karla og kvenna í næstu viku (mánudaginn 9.júlí) og stendur í tvær vikur. Alveg upplagt fyrir þá sem vilja fá aukaæfingar. Jóhann Hreiðarsson í meistaraflokki verður með námskeiðið, sem verður 3 * í viku, frá kl.07.15 - 8.15 (út af vinnuskólanum). Ég kem með betra upplýsingablað fyrir ykkur, helst á morgun, og eftir það drífið þið ykkur að skrá ykkur.
Skráningarmiðinn á Rey Cup kemur (loksins) á morgun. Mikilvægt að skila honum svo sem fyrst. Foreldrar fá líka meil í dag í sambandi við vinnu á mótinu ofl.
Dagatalið frestast sem sé aðeins lengur, og þar með grillið / foreldraboltinn / foreldrafundurinn líka! Við erum bara þolinmóðir. Líka bara svalt að gefa út júlí - júlí dagatal!
Æfum þá venjulega á morgun, allir saman kl.10.00 á Suðurlandsbraut. Sé ykkur þá.
.is
0 Comments:
Post a Comment
<< Home