Thursday, July 05, 2007

Knattspyrnuskóli fyrir 4.fl kk og kvk!

Jamm.

Þá er komið að öðru námskeiðinu í 4. flokk karla og kvenna en því miður varð að fella niður námskeið 1 v/lélegrar þátttöku.

Vonumst við til þess að geta haldið námskeið 2 en æfingarnar verða frá kl. 7:15 – 8:15 á morgnanna mánudaga, miðvikudaga og föstudaga í 2 vikur þ.e á tímabilinu 9. júlí – 20. júlí.

Þjálfari verður enginn annar en Jóhann Hreiðarsson leikmaður mfl. karla en hann hefur mikla reynslu sem leikmaður og einnig hefur hann starfað mikið með börnum og unglingum.

Námskeið 2 hefst mánudaginn 9. júlí eins og áður sagði og er mæting við Þróttaraheimilið.

Námskeiðið kostar 5000 kr og fer skráning fram á netfangið knattspyrnuskoli@armanntrottur.is eða í síma 690-0642 (eysteinn).

Vonumst við til þess að sjá sem flesta á mánudaginn, jafnt stráka sem stelpur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home