Skráningarmiðinn á Rey-Cup!
Heyja.
Hérna fyrir neðan er skráningarmiðinn á Rey-Cup. Mæli með að þið verðið svaðalega nettir og látið mig strax vita hvort ég megi ekki bóka ykkur með. Best er að meila beint á mig, sent mér sms eða skilað sjálfum miðanum sem ég dreifði á ykkur!
En mössum þetta og klárum eins og skot :-)
Sé ykkur svo á morgun,
Ingvi
869-8228.
ingvisveins@langholtsskoli.is
- - - - - - - - - - - - - - -
Rey-Cup 2007
Allt þarf að vera á klárt miðvikudaginn 11.júlí!!
Nú eru aðeins rétt rúmar þrjár vikur í Rey – Cup og þurfum við að ganga frá ýmsum málum. Við viljum biðja ykkur að bregðast snöggt við og bóka skráningu sem allra fyrst – við búumst auðvitað við langflestum leikmönnum. Best er að skila þessum miða sem fyrst en einnig er ægt er að senda mér mail (ingvisveins@langholtsskoli.is), eða hringja beint í mig (869-8228) og bóka.
Þátttökugjaldið, sem er 15.000kr – þarf svo að greiða þegar um vika er til móts (mið 18.júlí). En athugið, þeir foreldrar sem verða í vinnu meðan á mótinu stendur fá afslátt af gjaldinu (miðað við 7500kr (sem verður endurgreitt) ef annað foreldri vinnur 20 stundir á tímabilinu 25.júlí – 2.ágúst). Þetta og fleira ræðum við að foreldrafundinum í næstu viku!
Rey – Cup knattspyrnuhátíðin er nú haldin í sjötta sinn. Hún hefst miðvikudagskvöldið 25.júlí, og endar um miðjan sunnudaginn 30.júlí. Við munum gista saman í skóla (ekki alveg komið á hreint hvaða skóla) og taka þátt í magnaðri dagskrá þessa fjóra keppnisdaga. Allar aðrar upplýsingar um mótið koma fljótlega en einnig er hægt að skoða heimasíðu mótsins; http://www.reycup.is/
Við verðum örugglega með 3 lið og vantar okkur enn fararstjóra til þess að fylgja liðunum á meðan á mótinu stendur, sem og einhverja til að gista með strákunum í skólanum. Ekkert mál er að skipta þessu á milli – bara endilega spáið í þessu og heyrið í okkur.
Og ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að bjalla.
Kær kveðja,
Ingvi og co.
- - - - - - - - klipp- - - - - - - - - -klipp - - - - - - - - - -
Þátttökugjald er kr.15.000 - og greiðist inn á reikning flokksins: 1158-15-200679. kt:081060-4019. Munið að nefna nafn stráks þegar þið leggið inn (og jafnvel orðið reycup á undan) – og svo senda kvittun á netfangið jberg@bl.is
Nafn drengs:______________________________
Undirskrift forráðamanns:________________________ Sími: ______________________________
Foreldri(ar) sem gætu hugsað sér að vera fararstjóri(ar):________________________________________
Foreldri(ar) sem gætu hugsað sér að gista með strákunum:______________________________________
0 Comments:
Post a Comment
<< Home