Tuesday, July 10, 2007

Ísl mót v Njarðvík - þrið!

Sælir.

Það var einn leikur v Njarðvík í gær á TBR velli. Jafntefli niðurstaðan eftir að hafa komist tvisvar sinnum yfir í leiknum. Engan veginn það sem við ætluðum okkur. Þurfum að leggjast undir feld - en allt um leikinn hér:

- - - - -

Þróttur 2 - Njarðvík 2.
Íslandsmótið

Dags: Þriðjudagurinn 10.júlí 2007.
Tími:
kl.14.00 - 15.15.
Völlur: TBR völlur.

Staðan í hálfleik:
1 - 1.
Gangur leiksins: 1 - 0, 1- 1, 2 - 1, 2 - 2.

Maður leiksins: Dagur Hrafn (kom virkilega sprækur inn og var með þeim fáu sem spiluðu sinn leik).

Okkar mörk:

15 mín - Kommi kláraði vel eftir netta fyrirgjöf.
55 mín - Árni Freyr með klikkað mark og kom okkur yfir.

Vallaraðstæður: TBR völlurinn var flottur og veðrið eins og það á að vera.
Dómari: Nonni og Sindri voru bara flottir.
Áhorfendur:
Fullt af fólki kom og hvatti okkur áfram.

Liðið:

Sindri í markinu - Daði og Tolli bakverðir - Addi og Nonni miðverðir - Viddi og Kommi á köntunum - Diddi og Arnþór á miðjunni - Anton í "free role" og Árni fremstur. Varamenn: Jóel, Dagur og Orri.

Frammistaða:

Sindri: Kom afar vel út á móti og gerði allt rétt - spurning með staðsetningu í fyrsta markinu!
Daði: Flottur varnarlega - en var í smá basli sóknarlega.
Addi: Klassa leikur - sterkur og mætti í raun koma meira sjálfur upp með boltann í sóknina.
Nonni: Flottur leikur í heildina - en klaufi/óheppinn að brjóta í aukaspyrnunni sem gaf markið.
Tolli: Góður leikur - slengdi mörgum afar góðum boltum fram sem rötuðu á okkar menn.
Viddi: Fínn leikur - lífgaði upp á okkar leik þegar hann kom aftur inn á í seinni - hefði mátt halda boltanum aðeins betur í fyrri.
Diddi: Gerði allt rétt - nokkuð góðar sendingar - dreifði spilinu vel.
Arnþór: Oft verið betri - sumar sendingar rötuðu ekki á rétta menn.
Kommi: Einnig oft verið betri - kom betur út frammi en á kantinum - setti samt snilldar mark.
Anton: Náði ekki alveg að komast inn í leikinn í byrjun - en gerði betur í seinni - barðist vel að vanda.
Árni: Stóð vel fyrir sínu - setti geggjað mark - og var óheppinn að setja ekki annað, ef ekki tvö í viðbót.

Jóel: Nokkuð sprækur á hægri kantinum - kom með fullt af góðum boltum fyrir.
Dagur: Flott innkoma - mikið í boltanum og kom honum vel frá sér.
Orri: Nokkuð góður leikur -spurning með aukaspyrnuna sem gaf markið!

Almennt um leikinn:

+ Vorum meira með boltann - ýttum vel út allann leikinn.
+ Ógnuðum afar vel upp kantana í seinni, smá í fyrri. Þurfum að halda því áfram.
+ Mörkin sem við settum voru náttúrulega first class.

- Of margir lykilleikmenn fundu sig engan veginn í leiknum.
- Slakar sendingar á köflum.
- Klárum ekki leikinn - dettum niður í "tempói" - hleypum þeim of langt í staðinn fyrir að jarða þá algjörlega.
- Gáfum þeim tvö hrikalega ódýr mörk.

Í einni setningu: Náðum ekki að peppa okkur nógu mikið upp í þessum leik og því fór eins og fór. 1 stig niðurstaðan í leik sem hefði klárlega átt og þurft að vinnast.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home