Friday, May 11, 2007

Jev jev!

Sælir strákar...

... og takk fyrir stússið í gær.

Hérna eru nokkrir punktar:

- Þetta heppnaðist nokkuð vel - hefði reyndar verið gott að hafa Kidda og Kristrúnu í auka aðstoð. (en bónus að egill tók lærpásu og kíkti á okkur, sem og eymi (en hann var ekki nógu hress samt). En það fer alltaf smá tími í sjálfar myndatökurnar og að bíða eftir þeim. Vona að þetta hafi sloppið og að þið hafið skemmt ykkur vel. Var alla veganna ánægður með ykkur. Baldur ljósmyndari sagði að þetta hefði tekist snilldarlegar (sérstaklega febrúar). Og myndirnar verða klárar á mánudaginn. Mási fær líka prik í kladdann fyrir "management" hlutann.

- 48 strákar mættu - Reynir, Sigurður T, Arianit, Egill F, Leó Garðar og Arnór Daði komust því miður ekki. Við reynum kannski að taka mynd af þeim öllum saman eftir helgi - og líma á eina blaðsíðu í dagatalinu!

- Hlaupatímarnir og útkoman úr liðleikatestinu koma vonandi í vikunni, og þá á blaði fyrir hvern og einn (auk besta tímans og meðaltímans). Jafnvel að setja mætingarprósentu hvers og eins með. En við "slaufuðum" hnébeygjutestinu - verðum að stúdera það betur!

- Það er frí í dag, laugardag. Mæli með að menn kíki niður í bæ á götuleikhúsið sem er í gangi allann daginn :-)

- Foreldraboltinn frestaðist sem sé - Við náum vonandi að hafa hann næsta föstudag. Setjið foreldra og systkini í prógramm!

- Á sunnudaginn kemur eru leikir hjá B og C liði við Fjölni 2 á gervigrasinu okkar. Á sunnudaginn er líka Laugarnes á ljúfu nótnum (sem sé stemmning í Laugarnesskóla - láta sjá sig og fá ókeypis djús eða ekvað).

- Á mánudaginn kemur er leikur hjá A liði við Fjölni 2 upp í Egilshöll. Frí hjá öðrum þann dag, nema hjá markmönnum, sem mæta til Rúnars kl.16.00.

- Kristján Einar var valinn í Reykjavíkurúrval sem mun taka þátt í móti í Osló í byrjun júní. Mundi loksins að auglýsa það! Diddi tók þátt í úrtaksæfingu, auk Árna, Arnþórs og Nonna. 14 strákar úr liðunum 9 í Rvk, eru í liðinu. Bara vinna mótið takk fyrir.

- Seamus og Eiður fengu skósekt í gær: Mínus 1 powerade á Eið og 3 hringir á Seamus.

- Skulda nokkrum powerade - reyni að plögga það á sunnudaginn. Héðan í frá verður samt bara "poweradekaffi" í þrautum á æfingum (sem sé ekki fyrir fögn).

- Er með tvær lyklakippur eftir gærdaginn (giska samt að orri eigi 1 stk).

- Er með restina af fötunum niður í boltageymslu. Allir verða vonandi búnir að fá sitt í síðasta lagi á mánudaginn.

- Þeir sem eiga enn eftir að skila tanndóti (eða borga 100kr) eru Sigurður T, Samúel, Kevin Davíð, Mikael og Anton Sverrir.

- Vá hvað þetta er orðið langt - allir hættir að lesa! Set liðin á bloggið um miðjan dag á morgun. Bæjó.

Ingvi.

2 Comments:

At 2:44 PM, Anonymous Anonymous said...

hvenær kemur um víkingaleikina?

 
At 3:30 PM, Anonymous Anonymous said...

þú skudar samt 3 powerade simmi 1 eiður 2

 

Post a Comment

<< Home