Leikir v Víking - laug!
Jamm jamm.
Þrír leikir í gær við Víkinga upp í Egilshöll. Ekki alveg okkar dagur - einungis 1 stig í pottinn.
Vill svo að menn spái aðeins í þessa leiki - áttum að vinna fyrsta leikinn - gera betur og jafnvel ná jafntefli í öðrum - og alls ekki tapa svona stórt í þeim þriðja. en allt um það hér:
- - - - -
Þróttur 3 - Víkingur 3.
Rvk mótið
Dags: Laugardagurinn 5.maí 2007.
Tími: kl.11.30 - 12.40.
Völlur: Egilshöll.
Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Gangur leiksins: 0 - 1, 1 - 1, 2 - 1, 2 - 2, 3 - 2, 3 - 3.
Maður leiksins: Anton Sverrrir (klassa leikur - en erfitt var að velja í dag).
Mörk:
43 mín - Arnþór Ari kláraði örugglega eftir að skot Antons fór í gegnum vörn Víkinga.
60 mín - Anton Sverrir með ótrúlega flott mark - beint í vinkilinn.
62 mín - Tryggvi komst einn í gegn og náði að vippa yfir markmann Víkinga, klassa mark.
Vallaraðstæður: Soldið dimmt inn í höllinni - en gaman að spila þar einu sinni.
Dómari: Einn pabbinn, sem stóð sig bara nokkuð vel, en klikkaði alla veganna á einu Víkingsmarki í lokin.
Áhorfendur: Mér sýndist nokkrir vera hinum megin í stúkunni (en var eiginlega blindur allann gærdaginn).
Liðið:
Krissi í markinu - Daði og Viddi bakverðir - Tolli og Nonni miðverðir - Diddi fyrir framan miðjuna - Stebbi og Tryggvi á köntunum - Arnþór Ari og Anton Sverrir á miðjunni - Kommi einn frammi. Varamenn: Kristófer. Vantaði: Óla Frímann, Árna Freyr, Valgeir Daða, Guðmund Andra, Arnar Kára og Úlfar Þór.
Frammistaða:
Krissi: Nokkuð góð frammistað - hefði kannski átt að klára eitt af mörkunum.
Tolli: Hitti ekki boltann 2-3 sinnum þegar hann var aftasti maður þannig að Víkingar komust næstum einir í gegn - en barðist vel að vanda.
Nonni: Traustur allann leikinn.
Daði: Nokkuð solid leikur - hefði mátt koma meira með í sóknina.
Viddi: Leysti bakvörðinn ótrúlega vel í fyrri - spilaði sig svo trekk í trekk frían á kantinum í seinni - og kom með margar flottar fyrirgjafir.
Diddi: Klassa 70 mínútur á miðjunni - bæði varnarlega og sóknarlega.
Stebbi: Klassa leikur - spilaði vel allann leikinn og fór ég veit ekki hvað oft upp allann völlinn - smá á kostnað varnarvinnunnar - en kom ekki að sök.
Tryggvi: Í heildina góður leikur - hefði mátt halda boltanum betur nokkrum sinnum.
Arnþór: Bara copy-paste - Klassa 70 mínútur á miðjunni - bæði varnarlega og sóknarlega.
Anton S: Flottur leikur - óhepinn að klára ekki fleiri færi.
Kommi: Afar duglegur frammi - var náttúrulega einn í byrjun og komst lítið áleiðis - en komst meira inn í leikinn þegar Anton kom framar - flottur leikur.
Kristó: Fín vinnsla í bakverðinum - gaf ekki tommu eftir - snilld að hann sé aftur orðinn klár.
+ Fullt af strákum að sýna að þeir eiga erindi í A liðið.
+ Um 70% "possession" á boltanum hjá okkur.
+ Jafn leikur hjá okkur - vorum góðir nánast allann tímann.
- Vantaði soldið að láta næsta mann vita hvað hann ætti að gera (hlaup - fá boltann ofl).
- Vantaði tal milli tveggja.
- Ath: seinni mörkin þeirra tvö.
- "Soldið" slakar sendingar hjá okkur inn fyrir vörnina hjá þeim.
Í einni setningu: Fyrir fram hefði maður algjörlega sætt sig við jafntefli þar sem að 5-6 leikmenn voru forfallir í leikinn - en eftir á, eftir að hafa verið betri aðilinn í leiknum, og einu marki yfir þegar 5 mín voru eftir, þá var maður ansi svekktur við að hafa ekki fengið 3 stig.
- - - - -
Þróttur 2 - Víkingur 5.
Rvk mótið
Dags: Laugardagurinn 5.maí 2007.
Tími: kl.12.50 - 14.00.
Völlur: Egilshöll.
Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Gangur leiksins: 0 - 1, 0 - 2, 0 - 3, 1 - 3, 2 - 3, 2 - 4, 2 - 5.
Maður leiksins: Orri ("massíft" "solid" (góði íslenskukennarinn) + Kristófer (3 hálfleikar takk fyrir, með "böst up" hné).
Mörk:
39 mín - Danni Örn með nett mark.
46 mín - Guðmar með ótrúlega flott skallamark eftir snilldar sendingu inn fyrir.
Vallaraðstæður: Soldið dimmt inn í höllinni - en gaman að spila þar einu sinni.
Dómari: Einn pabbinn, sem hefur fórnað sér, soldið "shaky" á rangstöðunni en gerði sitt besta.
Áhorfendur: Mér sýndist ég sjá nokkra á svæðinu.
Liðið:
Orri í markinu - Birkir (5.fl) og Viktor bakverðir - Daði (5.fl) og Kristófer miðverðir - Mikki og Maggi á köntunum - Jóel og Dagur á miðjunni - Seamus og Danni Örn frammi. Varamenn: Sindri og Guðmar. Vantaði: Silla.
Frammistaða:
Orri: Gat lítið gert í þessum mörkum - en var annars flottur - flottar staðsetningar og almennt pró í öllum skutlum of.
Birkir: Virkaði öruggur í sínum öðrum 4.fl leik - öruggur á boltann og alltaf mættur.
Viktor: Soldið seinn að byrja leikinn - en vann sig inn í hann og var allt annar í seinni hálfleik.
Daði: Settur beint í miðvörðinn og stóð sig vel.
Kristófer: Var kannski aðeins of djúpur á köflum - en gerði sitt.
Mikki: Fann sig ekki alveg í byrjun á kantinum - en var þvílíkt nettur í bakverðinum í seinni.
Maggi: Vantaði smá kraft í kallinn og tal - en djöflaðist samt.
Dagur: Soldið daufur í leiknum - en vantaði kannski að fá boltann meira.
Jóel: Kaflakenndur leikur - hefði getað mun meira ef hann vildi.
Seamus: Virkaði frekar daufur - vantaði smá vinnslu varnarlega - en vaknaði smá þegar við sóttum.
Danni: Duglegur - vantaði aðeins betra touch einu sinni eða tvisvar, en samt fínn leikur.
Sindri: Var kannski ekki alveg klár þegar hann kom inn á - en gerði samt margt gott.
Guðmar: Keyrði sig algjörlega út þegar hann kom inn á - flottur leikur.
+ Það komu fínir kaflar í leiknum þar sem við létum boltann rúlla og héldu honum vel.
+ Komum tilbaka og náðum að setja tvö flott mörk á þá - staðann 2-3 og litu hlutirnir betur út.
- Byrjuðum leikinn afar illa - þeir skoruðu 2 "ógeðis" luffsu mörk án þess að við gerðum handtak á móti.
- Enginn Talandi.
- Engin barátta í mönnum.
Í einni setningu: "Legendery" slök byrjun hjá okkur - vantaði alla stemmningu - ég meina vorum að keppa í Egilshöllinni og áttum alveg að geta átt fínan leik á móti þessu liði - komum aðeins tilbaka í seinni og náðum að minnka munin í 2-3 en vorum svo búnir á því lokinn. Klikkum ekki svona aftur!
- - - - -
Þróttur 4 - Víkingur 15.
Rvk mótið
Dags: Laugardagurinn 5.maí 2007.
Tími: kl.14.10 - 15.20.
Völlur: Egilshöll.
Staðan í hálfleik: 0 - 12.
Gangur leiksins: Þeir skoruðu fimmtán mörk áður en við settum okkar fjögur!!
Stóð sig skást: Matthías (stoppaði ekki á miðjunni í seinni).
Mörk:
46 mín - Arnþór F kom okkur á lagið.
50 mín - Eiður Tjörvi komst einn innfyrir og kláraði.
59 mín - Leó Garðar kláraði vel eftir að hafa legið í færum.
59 mín - Leó Garðar með sitt nr.2.
Vallaraðstæður: Soldið dimmt inn í höllinni - en gaman að spila þar einu sinni.
Dómari: Einn gaur - stóð sig mjög vel.
Áhorfendur: Nokkrir létu sjá sig - og studdu okkur í gegnum súrt og sætt.
Liðið:
Sindri í markinu - Matti og Þorgeir bakverðir - Samúel og Sigurður T miðverðir - Arnþór F og Lalli á köntunum - Guðmundur S og Leó á miðjunni - Ágúst og Eiður frammi. Varamenn: Hákon og Birgir Örn. Vantaði: Reynir, Guðbjart og Kevin Davíð.
Frammistaða:
Sindri: Datt alveg úr stuði eftir 2 mörk - vantar að vera í gírnum allann leikinn þrátt fyrir að fá á okkur mörk.
Matti: Var ekki alveg að finna sig í byrjun - held að þessi staða sé bara ekki að henta honum - massíft seigur á miðjunni í seinni hálfleik.
Þorgeir: Sama hér - náði ekki að klára mennina sína í fyrri hálfleik - en virkaði afar traustur á miðjunni í seinni hálfleik.
Samúel: Vantar ennþá upp á leikskilning - en snerpann og krafturinn er algjörlega til staðar.
Sigurður T: Óheppinn að meiðast í byrjun - en kom sterkur inn í seinni hálfleik og kláraði leikinn.
Arnþór F: Vantaði kraft og hraða í fyrri en lagði upp fullt af færum í seinni.
Lalli: Sama með Lalla og Geira og Matta, nema öfugt - fann sig miklu betur í vörninni og kláraði leikinn afar vel.
Guðmundur S: Sofnaði alveg eftir að við komumst nokkrum mörkum undir - náði varla að rífa sig upp úr því. Hefur getuna til að rúlla upp miðverðinum en vantar meiri æfingu fyrir næsta leik í þeirri stöðu.
Leó: Vaknaði í seinni og hefði átt að klára 1-2 færi í viðbót.
Ágúst: Vantaði upp á staðsetningu - klára manninn sinn á kantinum.
Eiður: Vantar að klára færin sín með marki - þar sem hann stingur alla af og býr sér til ca.8 góð færi í leik.
Hákon: Vantaði rosalega að elta manninn sinn inn í fyrri hálfleik - en var miklu sterkari í seinni hálfleik - og tapaði varla einvígi - kom öllum boltum frá og stóð sig vel.
Birgir Örn: Vantaði meiri kraft - en var að berjast og gera sitt besta.
+ Börðums og fórum í tæklingar þegar menn fundu að við gætum þetta, í seinni hálfleik.
+ Hættum ekki alveg og djöfluðumst vel í seinni hálfleik og löguðum stöðunni ágætlega.
- Gáfum ca.8 mörk - lélegar sendingar og skelfileg dekkning.
- Vantaði alla samvinnu og samstöðu.
Í einni setningu: Frekar stórt tap, sem við megum samt ekki svekkja okkur allt of mikið á. Þeir voru hreinlega alltof sterkir fyrir okkur í byrjun - gáfum þeim samt of mikið af ódýrum mörkum og hættum hreinlega að berjast og klikkuðum á einföldustu atriðum. Eitthvað sem má aldrei gera - en komum "massíft" sterkir aftur í seinni hálfleik, skoruðum fjögur flott mörk og unnum seinni 4-2.
- - - - -
<< Home