Föstudagurinn - staðfest!
Jamm.
Svona kemur þetta til með að líta út!
Verið ótrúlega duglegir að láta félagana vita þannig að allir verði með á dagatalinu.
Vona að ferðalangar verði komnir í tíma.
Svo verðum við bara þolinmóðir ef það verður einhver bið á hlutum!
- - - - -
Tími og staður: Fös - kl.16.00 - 18.00 á öllu gervigrasinu.
Test: 20 metra sprettur - Liðleiki - Styrkleiki í fótum.
Hver á afmæli í hvaða mánuði:
- Janúar: Mikael Páll – Þorleifur – S.Jóel.
- Febrúar: Árni Freyr – Ingvi – Matthías – Guðmundur S.
- Mars: Arnar Kári – S.Reynir – Daði Þór – Kiddi – Viðar Ari - (tómas ari) - (guðmundur ingi).
- Apríl: Anton Helgi – Kormákur – Högni Hjálmtýr – Sigvaldi Hjálmar – Daníel Örn - (anton j).
- Maí: Kristófer – Tryggvi – Guðmundur Andri – Anton Sverrir – Birgir Örn – Styrmir - (einar ó).
- Júní: Guðmar – Magnús Helgi – Ólafur Frímann – Sigurður T – Viktor Berg - (ingvar) - (hrafn helgi).
- Júlí: Stefán Tómas – Orri – Stefán Karl – Arianit – Úlfar Þór – Valgeir Daði – Arnþór F – Egill F – Seamus - (elvar aron) - (ágúst heiðar) - (aron vikar).
- Ágúst: Ágúst J – Eiður Tjörvi – Haraldur Örn – Leó Garðar.
- September: Hákon – Davíð Þór – Sindri G - (eyjólfur emil).
- Október: Kristján Einar – Arnþór Ari – Egill B – Dagur Hrafn – Hilmar - (emil sölvi) - (daníel i).
- Nóvember: Kristján Orri - Eymi – Kevin Davíð – Guðbjartur – Lárus Hörður – Þorgeir S - (gísli ragnar).
- Desember: Sindri Þ – Jón Kristinn – Arnór Daði.
(Vantar alla veganna Samúel!).
Hvað á að taka með sér í hverjum mánuði (reynið virkilega að taka eitthvað dót með - það gerir myndirnar helmingi flottari) :
Janúar: Eitthvað dót tengt snjó (t.d. kuldagalli, húfur, hanskar, snjóþotur ofl).
Febrúar: Eitthvað dót tengt öskudegi, sprengidegi, bolludegi og þorrablótum (t.d.öskupoka, grímur, bolluvönd, svið! ofl).
Mars: Eitthvað dót tengt páskunum eða fermingum (t.d. páskaskraut, nýja testamentið ofl).
Apríl: Eitthvað dót tengt sumardeginum fyrsta (t.d.sippuband, skotbolti, skopparabolti ofl).
Maí: Eitthvað dót tengt því að tímabilið hjá Þrótti er að byrja (t.d. þróttarafáni ofl).
Júní: Eitthvað dót tengt þjóðhátíðardeginum eða því að skólarnir eru að klárast - útskriftir o.þ.h (t.d. Íslenski fáninn, einkunnarblað ofl).
Júlí: Eitthvað sumardót (t.d. golfkylfa, stuttbuxur, strand dót, kútur, vindsæng ofl).
Ágúst: Eitthvað dót tengt verslunarmannahelginni (t.d. tjald, tjaldstólar, regnkápa ofl).
September: Eitthvað dót tengt skólanum (t.d. skólataska, pennaveski ofl).
Október: Eitthvað dót tengt haustinu (t.d. hrífa, lauf ofl). Eitthvað dót tengt Haustmótinu eða uppskeruhátíðinni!
Nóvember: Eitthvað dót tengt frosti og kulda (t.d. sleði, sköfur til að skafa bílana). Eitthvað dót tengt innanhúsbolta!
Desember: Eitthvað dót tengt jólunum og áramótunum (t.d. jólasveinahúfa, jólaskraut ofl).
(ATH - þetta eru bara grófar hugmyndir frá mér - komið endilega með hugmyndir sjálfir - og um að gera að ýkja þetta allt aðeins - það gerir þetta skemmtilegra - og allir að taka eitthvað með - skylda).
Hugsanlegir staðir fyrir myndatökuna:
Laugardalurinn
Gervigrasið
Fjölskyldugarðurinn
Húsdýragarðinn
World Class
Grasagarðurinn
Sundlaugina
Laugardalshöllin
Frjálsíþróttahöllin
Sparkvöllurinn í Laugarnesskóla
Laugardalsvöllinn
Fimleikaaðstöðu Ármanns
- - - - -
5 Comments:
Samuel er í nóvember
ég þarf að fara fyrr úr æfingu í dag.
klukkan 17:00
kv. Kevin Davíð
get kannski ekki tekið testið í dag af því að ég meiddi mig í hnénu á hjólinu mínu eftir leikfimi en kem samt í myndatökuna samt reyni að taka testið
hvenær kemur um kr leikina
væri ekki hægt að koma með æfingatímana aðeins fyrr.
mikki
Post a Comment
<< Home