Sunday, September 06, 2009

Ble ble!

Sælir strákar.

Löng helgi að enda kominn - náði ekki að setja neitt inn á bloggið um helgina en það var slatti skrifað á Þróttarasíðuna (fara að venja sig að kíkja á hana - hún verður notuð í allt á næsta ári). Alla veganna, spiluðum þrjá hörku leiki, sigur, jafntefli og tap - náðum ekki að klára riðilinn en engu að síður virkilega flottur árangur:

- v Breiðablik: 1 - 3 (daði).
- v Leikni: 3 - 1 (jón konráð 2 - birkir már).
- v ÍBV: 3 - 3 (jón konráð - sveinn andri - stefán pétur).

Kem svo með betri skýrslu um ferðina og myndir seinna.

Frétti svo af klassa mætingu á æfingu á laugardaginn, brill - vona að Sindri hafi verið sprækur.

Framundan hjá okkur er síðasta æfingavikan og lokaæfing, óvissuferð flokksins , 3 leikir eftir í mfl, uppskeruhátíðin og loks flokkaskipti. Styttist í að gervigrasið verði klárt og þjálfaramál fyrir næsta ár.

En það er frí á morgun, mánudag, en svo æfing á þriðjudag, ok sör.
Heyrumst,
ingvi - teddi - sindri.

p.s. Okkur býðst að fara saman (ókeypis) á landsleik Íslands og Georgíu á miðvikudaginn kemur. Megið alveg melda ykkur hér á blogginu og gefa lokasvar á æfingu á morgun. Gæti verið góð stemmning og kíkja á strákana, stóðu sig náttúrulega fanta vel á móti Norðmönnum á laug.

- - - - -

3 Comments:

At 9:33 PM, Anonymous Anonymous said...

ég væri til í að fara á landsleikinn

-aron brink

 
At 10:01 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég er til í að fara á leikinn.

kv.Gabríel ingi

 
At 10:06 PM, Anonymous Nizzar said...

Ég kem allveg öruglega á leikinn.


Kv. Nizzar

 

Post a Comment

<< Home