Fös - lokaæfing!
Jamm.
Síðasta æfing ársins (snökt) er á morgun, föstudag. Ætlum ekki að finna upp hjólið, tökum bara stutta og hressa upphitun og svo beint í massíft mót.
Úrvalslið Ingva og Tedda er klárt, auðvitað langsigurstranglegast. Guðberg (jón konráð) er svo búinn að plögga foreldralið, og svo skiptum við ykkur niður í 4-5 lið.
Endum svo á smá hressingu.
- Lokaæfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.15.30 - 17.15.
Stefnum svo á lokahóf flokksins í næstu viku (ekvað hresst - gúff - myndasýning - verðlaunaafhending - væmin ræða). Á sunnudaginn er svo þróttur v fylki í mfl. Og dagsetning fyrir uppskeruhátíðina er líka klár.
Sjáumst eldhressir á morgun, vonum að sem flestir komist.
Ingvi - Teddi - Sindri.
p.s.reynum að græja bónuspeningana á morgun.
p.s.það verður bara að vera spilastokkur á næsta ári :-( en það verður samt eitthvað flott í staðinn.
p.s. úrvalslið Ingva fyrir 2 árum - 5 sigrar (checkið á greiðslunni á kallinum):
- - - - -

9 Comments:
ég kemst ekki á æfingu á morgun :(
:( er veikur það er eitthvað 80-90% líkur að ég er með svínaflensuna
:(
kv.kristjón
hveenar koma myndir og svona úr eyjum?
ingvi með david beckham greiðslu
nice
Leiðinlegt að heyra Kristjón en þá er málið bara að fara vel með sig og ná sér svo, þú ferð létt með það.
En það er spurning með mótið á morgun, miða við mannskapinn sem er í úrvalsliðinu hjá okkur á morgun þá þurfum við ekkert að spila leikina, það er nokkuð ljóst.
Búið ykkur undir að tapa, BIG TIME.
Við munum rúla yfir ykkur, aftur og aftur og aftur og aftur og aftur.
ah, teddi veit greinilega ekki að ég mun hafa hann í markinu, og henrik frammi :-) set eyjadót inn á morgun.
ég veit ekki hvort ég kemst :( k.v snorri
kemst ekki á æfingu í dag, er orðinn veikur :(
komst ekki á æfinguna í dag er veikur
Post a Comment
<< Home