Friday, July 13, 2007

Ísl mót v FH - fös!

Jebba.

Það var einn leikur v FH í gær, föstudaginn þrettánda. Einn af betri leikjum hjá okkur að undanförnu - með heppni hefðum við átt að jafna leikinn í lokinn. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Þróttur 4 - FH 6.
Íslandsmótið

Dags: Föstudagurinn 13.júlí 2007.
Tími:
kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Suðurlandsbraut.

Staðan í hálfleik:
1 - 4.
Gangur leiksins: 0 - 1, 0 - 2, 0 - 3, 0 - 4, 1 - 4, 2 - 4, 2 - 5, 3 - 5, 4 - 5, 4 - 6.

Maður leiksins: Daníel Örn (sívinnandi og duglegur).

Okkar mörk:

34 mín - Eiður Tjörvi kom okkur á bragðið.
41 mín - Daníel Örn með sitt fyrsta.

53 mín - Daníel Örn.

56 mín - Daníel Örn með mark úr víti.

Vallaraðstæður: Veðrið náttúrulega klikkað en völlurinn hefði mátt vera betur strikaður.
Dómari: Nonni var afar nettur að vanda og 3.fl púpurnar nokkuð nettar á línunni.
Áhorfendur: Einn og einn lét sjá sig í góða veðrinu.

Liðið:

Arnþór F í markinu - Leó og Geiri bakverðir - Viktor og Sigurður T miðverðir - Anton J ogg Gummi S á köntunum - Maggi og Daníel Örn á miðjunni - Eiður og Arianit frammi. Varamenn: Lárus Hörður, Matthías, Seamus, Krummi, Högni H, Silli og Guðmar. Vantaði: Stefán Karl, Orra, Hákon og Sindra Þ.

Frammistaða:

- Slugs - Tek etta á mig!

Almennt um leikinn:

+ Héldum línu nokkuð vel (þeir settu alla veganna eitt rangstöðumark) og vorum með ágætis tal.
+ Náðum að berjast og minnka muninn í 1 mark alveg í lokin.
+ Menn nýttu tímann sem þeir fengu og tóku á því á fullu - nánast allir held ég.

- Bökkuðum ekki nógu vel til að eiga nokkra metra á þeirra fljótasta mann. Fórum aðeins of mikið úr stöðunum okkar.
- Fórum alltaf upp miðjuna - aldrei upp kantana.
- Nýttun ekki nokkur upplögð færi. Megum ekki stressast upp þegar við lendum 1 v markmanni.

Í einni setningu: Hörkuleikur sem byrjaði reyndar ekki nógu vel - hreinlega gáfum þeim þriggja/fjögurra marka forystu sem erfitt var að ná. En djöfluðumst og rétt töpuðum í lokin. Miklu betra en í undanförnum leikjum.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home