Leikur v Víking!
Jes.
Fyrsti grasleikurinn var á föstudaginn var. Klassa
aðstæður til að spila fótbolta enda vannst leikurinn
með góðri frammistöðu. Allt um það hér:
- - - - -
Dags: Föstudagurinn 2.júní 2006.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: TBR völlur
Þróttur 5 - Víkingur 2.
Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 2-1, 3-1, 3-2, 4-2, 5-2.
Maður leiksins: Krissi.
Mörk: Bjarki Steinn 2 - Flóki - Reynir - Pétur Dan!
Vallaraðstæður: Völlurinn var geggjaður - og veðrir súper.
Dómarar: Jose og Óli sluppu - og verða öruggari á essu næst.
Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Davíð Hafþór og Tumi bakverðir - Jónmundur og Gunnar Björn miðverðir - Jóel og Ágúst Ben á köntunum - Starki og Bjarki Steinn á miðjunni - Flóki og Reynir frammi + Mikael Páll, Anton Helgi, Arnar Páll og Pétur Dan.
Almennt um leikinn:
Leikurinn við Víking var alveg temmilgur, enda vannst hann 5-2. Að skora fimm mörk í fótbolta leik er náttúrulega alltaf mjög gott, og fremstu mennirnir okkar voru að standa sig mjög vel. En ég ætla að byrja aðeins að slæmu hliðunum.
Allan leikinn vorum við að missa boltann yfir miðverðina okkar og framherjarnir þeirra sluppu í gegn, en sem betur fer var Krissi að verja eins og Gummi Hranfkels í handboltanum í gamla daga. Það er rosalega einfalt að koma í veg fyrir það, í fyrsta lagi á annar miðvörðurinn að detta niður og "sweepa" meðan að hinn miðvörðurinn fer í skallaboltann, miðverðir verða bara að tala sig saman um þetta, annar að segja "ég fer upp" (þýðir að hann fari í skallaboltann) þá dettur hinn fyrir aftan hann og "sweepar" boltann ef til þess kemur.
Svo fannst mér miðjumennirnir ekki vera að skila nógu góðri varnarvinnu, báðir voru of gráðugir að fara fram og setjann, það gengur ekki í fótbolta, að minnsta kosta annar miðjumaðurinn verður að halda og hjálpa til í vörninni ef við missum boltann og fáum skyndisókn í andlitið.
Að lokum vil ég svo minnast á það að menn voru ekki nógu öruggir á boltanum og þar af leiðandi áttum við margar slakar sendingar, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, en þetta batnaði aðeins í þeim seinni.
En góðu hlutirnir voru augljóslega ráðandi, baráttan var góð, það var enginn á hálfum hraða, en þannig á það að vera ALLTAF. Svo vorum við að klára færin okkar virkilega vel og kantmenn og framherjar voru að taka góð hlaup, mættum samt gera meira af því að fá boltann í fætur frekar enn að fá bara stungur.
Þrjú stig komin í hús og nú byggjum við bara á þessu og komum gráðugir í næsta leik.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home