Mið!
Sælir drengir.
Þá eru öll lið búin að taka einn leik eftir pásuna. Við náðum fjórum stigum út úr leikjunum við Hauka í dag. A liðið vann nokkuð örugglega eftir að hafa fengið á sig mark á 16 sekúndu (eitthvað sem menn vilja ekki lenda í aftur). En niðurstaðan í þeim leik 10 - 3. Hef sjaldan séð eins mikla yfirburði og í B liðs leiknum, var hreinlega að fara "á límingunum" á línunni, eiginlegt hægt að sekta mig um "snapp" á köflum - því lokatölur 3 - 3 (þar sem við jöfnum í seinni tvö skiptin). Setningin "hvernig færi viltu fá" á vel við fyrir suma leikmenn, því ég held að 8 dauðafæri hafi farið forgörðum. En svona er boltinn.
A lið v Hauka: 10 - 3 (daði 4 - elvar örn 3 - jovan 2 - stefán pétur).
B lið v Hauka: 3 - 3 (breki - jónas bragi - arnar p).
C lið v Leikni: 0 - 0.
Miðvikudagur á morgun, staðfest frí hjá öllum. Hvet þá sem voru að spila áðan að taka góðan pott, hina að skella sér út á sparkvöll :-) En minni líka á landsleikinn sem er á morgun: Ísland v Slóvakía - sem hefst kl.19.00. Annað hvort kíkja á Laugardalsvöll (ath - er með nokkra miða á leikinn ef einhver hefur áhuga - hitta mig kl.18.45 fyrir framan Þrótt og fá miða) eða hlamma sér bara í sófann og horfa á rúv!
Sjáumst svo hressir á fimmtudaginn, tökum þá morgun-ís-æfingu (ekkert of snemma). Fylkisleikirnir verða færðir eitthvað til.
Ok sör.
Skýrslur í vinnslu.
Sjáumst á fimmtudaginn.
the gang.
- - - - -

3 Comments:
verður fylkis leikur a föstudaginn ?
af hverju er á ksi að páll skoraði og síðan ekkert með elvari og 6 með daða á ksi kv stefán p
ekki komin tími á fylkisleikinn. ?-skýrslan var alveg perfect af okkar hálfu, öll númer skráð. dómarinn hlýtur að hafa klikkað á þesssu. veit að það er líka gaman að hafa þetta skráð á ksí, en ég held utan um öll mörk og í lokin sjáið þið nákvæmlega hvað mörg mörk hver skoraði og í hvaða móti! efstu þrír verðlaun og soddann, ásamt leikjahæstu mönnum, bestu mætingu á æfingar + framfarir og bestu leikmenn.
Post a Comment
<< Home