Thursday, February 15, 2007

Tvö mikilvæg atriði!

Jó.

Tvennt sem þið þurfið að athuga strákar:


Skráning í félagið/æfingagjöldin: Það þarf að fá upplýsingar um hvern iðkanda aftur - þó nokkrir í okkar flokki eru búnir, en þeir sem eiga það eftir lesa þessa punkta hér fyrir neðan.

Til foreldra iðkenda yngri flokka í knattspyrnu.


Við hvetjum foreldra yngri flokka í knattspyrnu til að ganga frá skráningu og greiðslu fyrir tímabilið 1. jan. til 31. sept. 2007 sem allra fyrst.

Innheimta æfingagjalda hefur verið vandamál síðusta ár. Til að reyna koma þessum málum á hreint og einfalda innheimtuferlið hefur verið ákveðið að skrá verði iðkanda á hverju tímabili og ganga frá greiðslu samhliða.

Vinsamlegast athugið að þetta á við um ALLA iðkendur hvort sem þeir hafa æft með Þrótti áður eða ekki. Þeir iðkenndur sem hafa verið skráðir inn með nýja fyrirkomulaginu eftir áramót eru þegar skráðir hjá félaginu. Eldri skuldfærslum á kreditkort hefur verið hætt og mikilvægt að koma nýjum beiðnum á framfæri sem allra fyrst. Kreditkortafærslur verða framvegis ekki ótímabundnar eins og áður hefur heldur deilast niður á viðkomandi tímabil.

Hvernig á að skrá og ganga frá greiðslu æfingagjalda?

Fylla út skráningareyðublað. Skjalið má finna -hér- eða vista í eigin tölvu (hægrismella og velja "Save Target As"). Það er hægt að fylla út á skjánum og annaðhvort prenta það út og skila í félagshús Þróttar eða senda í tölvupósti á knd.innheimta@trottur.is.
Hægt er að greiða æfingagjöld með því að skipta greiðslum á kreditkort eða með eingreiðslu á bankareikning unglingaráðs (nánari uppl á eyðublaði).

Með fyrirfram þökk og von um skjót viðbrögð.

Fyrir hönd unglingaráðs knattspyrnudeildar
Ragnar Þór Emilsson (formaður)


- - - - -

Póstlistarnir: Það þurfti sem sé að skrá sig aftur á póstlista flokksins. Frekar margir eru búnir að þessu en samt ekki allir. Þeir sem eiga það eftir, endilega drífa í því - og hérna fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir það.

Áríðandi orðsending frá Þrótti

Foreldrar og iðkendur athugið!

Framvegis berið þið sjálf ábyrgð á því að skrá ykkur á póstlista og sjá til þess að netföng ykkar séu rétt. Gömlu póstlistarnir eru ekki lengur til og ALLIR þurfa því að skrá sig upp á nýtt.

Þetta er gert á heimasíðunni og er í rauninni sáraeinfalt. Til vonar og vara fylgja hér

Leiðbeiningar:

Til hægri á heimasíðunni er áberandi reitur sem heitir Fréttabréf (og í rauninni er bara annað heiti á póstlista). Það sem hver og einn þarf að gera er eftirfarandi:

1. Skráðu nafn og netfang í þar til gerða reiti.
2. Veldu fréttabréf/póstlista í fellilistanum.
3. Smelltu á “Staðfesta”
Nú á eftirfarandi að birtast með rauðu letri: Staðfestingarpóstur hefur verið sendur á netfangið (netfangið þitt)
4. Opnaðu pósthólfið þitt. Þar á að vera komið nýtt bréf, sem þú opnar. Hér er tilgreint að þú hafir óskað eftir skráningu og póstlistinn tilgreindur. Þér er líka bent á að smella á tengil í bréfinu til að virkja skráninguna.
5. Smelltu á tengilinn. Þar með er skráningin virk.

Athugið að hér er einungis hægt að skrá sig á einn póstlista í einu og fólk sem vill eða þarf að vera á fleiri listum, þarf því að endurtaka þetta ferli. Ástæða þess að smella þarf á tengil í staðfestingarpósti er sú að þannig er komið í veg fyrir að nokkur annar en þú geti skráð þig eða afskráð - t.d. af prakkaraskap.

Bestu kveðjur til ykkar allra

Jón Daníelsson
vefstjóri Þróttar - jondan@d10.is


- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home