Thursday, February 15, 2007

Leikur v Víking - þrið!

Jamm.

Við kláruðum rimmuna við Víking með jafntefli í fyrradag.
Nokkuð skemmtilegur leikur sem hefði mátt enda í þremur
stigum! en allt um hann hér:

- - - - -

Þróttur 4 - Víkingur 4
Æfingaleikur

Dags: Þriðjudagurinn 13.febrúar 2007.
Tími: kl.17.30 - 19.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik:
2 - 3.
Gangur leiksins:
1 - 0, 1 - 1, 1 - 2, 2 - 2, 2 - 3, 3 - 3, 4 - 3, 4 - 4.

Maður leiksins:
Sigurður T (stöðvaði fullt af sóknum og var afar "aggresífur").

Mörk:

2 mín - Eiður Tjörvi slúttaði vel af stuttu færi.
12 mín - Arnþór Ari með afar svalt markskot, fyrir utan teig.
20 mín - Guðmar fylgdi vel á eftir með föstu skoti.
26 mín - Seamus með klikkað mark langt utan að velli.

Vallaraðstæður: Hlýtt úti nánast allann leikinn og meir að segja smá sól. Völlurinn fínn.
Dómari: Kiddi smá og Ingvi smá og þjálfari Víkinga smá - getiði hver var bestur!
Áhorfendur: 2-3 létu sjá sig frá okkur!

Liðið:

Orri í markinu - Aron Vikar og Guðmundir S bakverðir - Sigurður T og Daði Þór miðverðir - Egill f og Maggi á köntunum - Úlli og Matthías á miðjunni - Eiður Tjörvi og Arnþór Ari frammi. Varamenn: Viðar Ari, Ólafur Frímann, Hilmar, Seamus og Guðmar.

Frammistaða:

- "Slugs" - Tek etta á mig!

Almennt um leikinn:

+
Flott barátta í flestum leikmönnum.
+ Bjuggum til fullt af góðum færum - náttúrulega flott að skora fjögur mörk, en þau hefðu getað verið fleiri .
+
Náðum að jafna og komast yfir - sem var bara sterkt.
+ Vörðumst oft vel, lásum leikinn og bjuggum til snögga sókn.


-
Vantaði meiri vídd í okkar leik, og einstaka sinnum dýpt.
- Frekar slakir í 1 v 1 þegar þeir komu á okkur.
- Hefðum mátt bjóða okkur betur - ekki standa kyrrir og horfa á hvað gerist.
- Sumir misstu boltann of klaufalega á köflum - vantaði aðeins upp á sendingar.

Í einni setningu: Nokkuð skemmtilegur leikur - hefðum í raun getað klárað leikinn á fyrstu mínútunum með að nýta færin okkar. Eins gengu víkingar of auðveldlega í gegnum okkur í þeirra mörkum - en yfir höfuð ágætis jafntefli.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home