Sunday, February 11, 2007

Leikir v Víkinga - laug!

Hey.

Tókum tvo leiki við Víkinga á laugardaginn. Smá misskilningur hjá
þjálfara Víkings sem gerði það að verkum að seinni leikurinn var ekki
nógu jafn. En traust jafntefli í fyrri leiknum. allt um leikina hér:

- - - - -

Þróttur 0 - Víkingur 0
Æfingaleikur

Dags: Laugardagurinn 10.febrúar 2007.
Tími: kl.14.00 - 15.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Maður leiksins:
K. Einar og K. Orri (topp leikur hjá þeim).

Vallaraðstæður: Frekar hlýtt, smá rok, mikil sól og völlurinn flottur.
Dómari: Kiddi og Ingvi - flottir.
Áhorfendur: Frekar fáir miðað við laugardag - nokkuð margir víkingar upp í stúku.

Liðið:

Krissi í markinu - Gummi aftastur - Nonni og Valli stopperar - Stebbi og Daníel Örn á köntunum - Diddi, Kristó og Tryggvi á miðjunni - Árni Freyr og Salómon frammi. Varamenn: Arnar Kári, Kommi og Jóel.

Frammistaða:

- "Slugs" - Tek etta á mig!

Almennt um leikinn:

+
Bjuggum okkur til fleiri færi en vanalega.
+ Nokkuð góður talandi í mönnum.
+
Héldum boltanum nokkuð vel - leystum pressuna hjá þeim.
+ Töpuðum varla bolta í stöðunni 1 v 1 á sprettinum.

-
Þurfum að sækja á 4-5 mönnum - vantar soldið upp á þetta.
- Vantaði smá upp á útspörkin okkar.
- Þurfum að fara betur í hlaup og samvinnu sóknarmannanna.
- Vantaði herslumunin að klára, að vilja vinna leikinn, hjá sumum.

Í einni setningu: Nokkuð sáttur við stigið - vantaði þó nokkra menn þannig að menn sýndu bara að við erum með breiðan hóp - fannst við vera sterkari aðilinn í leiknum - spiluðum með 3 í vörn og kom það nokkuð vel út - hefðum mátt koma fleiri boltum á markið og setja eitt.

- - - - -

Þróttur 1 - Víkingur 7
Æfingaleikur

Dags: Laugardagurinn 10.febrúar 2007.
Tími: kl.15.00 - 16.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik:
1 - 1.
Gangur leiksins:
0-1, 1-1, 1-2, 1-3, 1-4, 1-5, 1-6, 1-7.

Stóð sig skást:
Davíð Þór.

Mörk:

25 mín - Davíð Þór með nett mark.

Vallaraðstæður: Frekar hlýtt, smá rok, mikil sól og völlurinn flottur.
Dómari: Kiddi lala og Ingvi smá (en góður) og einstaka sinnum lét þjálfari víkinga sjá sig inn á!
Áhorfendur: Frekar fáir miðað við laugardag - nokkuð margir víkingar upp í stúku.

Liðið:

Kristó í markinu - Viktor og Hákon bakverðir - Silli og Sindri miðverðir - Dagur og Mikki á köntunum - Arnar Kári og Jóel á miðjunni - Kommi og Davíð Þór frammi. Varamenn: Anton Helgi, Seamus og Arianit.

Frammistaða:

- "Slugs" - Tek etta á mig!

Almennt um leikinn:

+
Mikill krafur í okkur framan af leik.
+ Flott spil inn á milli - góðar sendingar og menn að losa sig.
+
Fengum nokkur góð færi í fyrri - klaufar að komast ekki yfir.

-
Afar ódýr mörk sem við fengum á okkur.
- Menn vitlaust staðsettir í vörninni.
- Kláruðum illa maður á mann.
- Lítil aðstoð fram á við og menn almennt búnir á því í seinni hálfleik.

Í einni setningu: Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik, tvö mörk frá báðum liðum og fjöldann allann af færum frá okkur í lok hálfleiksins þá var frekar svekkjandi að fá öll þessi mörk á okkur í seinni hálfleik. Hefðum klárlega geta gert betur og verðum við að passa að gefa okkur alla í alla leiki og ekki detta svona svakalega mikið niður eins og við gerðum í dag.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home