Miðvikudagur - Ljótrafataæfing.
Góðan daginn.
Öskudagur í dag og allir út um allan bæ að syngja. Jóel, Valli og Krissi sáust saman klæddir sem þrjár Silvíu Nætur syngjandi um allan bæinn nýja lagið hennar. Við fáum um að heyra frá þeim á æfingu, sem og öðrum sem ætla að syngja fyrir okkur.
En það verður æfing í dag, miðvikudag, hjá öllum kl.16.00 - 17.30 á gervigrasinu.
Allir að mæta í ljótum/gömlum/asnalegum æfingafötum í tilefni dagsins (samt ekki bara í Speedo-skýlu þó það væri fyndið eða kjól, það þarf að vera hægt að æfa í fötunum).
Síðan verður boðið upp á hressingu í lok æfingar (sem gleymdist á mánudaginn).
Kiddi (Raudhetta), Ingvi (Gosi) og Egill (Ennismaðurinn)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home