Sunday, February 18, 2007

Leikur v Val - sun!

Heyp.

Nokkrir strákar fengu að spreyta sig á móti Val í dag. Nokkuð flottur
leikur og gaman að sjá suma leikmenn spila af meira öryggi en vanalega.
En allt um leikinn hér:

- - - - -

Þróttur 4 - Valur 2.
Æfingaleikur

Dags: Sunnudagurinn 18.febrúar 2007.
Tími: kl.13.30 - 14.45.
Völlur: KR gervigras.

Staðan í hálfleik:
2 - 0.
Gangur leiksins:
1 - 0, 2 - 0, 3-0, 3-1, 4-1, 4-2.

Maður leiksins:
Ólafur Frímann - Stóð vörnina eins og keisari.

Mörk:

Tryggvi - Daði gaf dýrindis sendingu innfyrir alveg úr vörninni og kláraði Tryggvi vel.
Davíð Þór - Tryggvi gaf á Davíð, sem slúttaði.
Daníel Örn - Slapp í gegn og skoraði.
Daníel Örn - Slapp aftur í gegn og skoraði.

Vallaraðstæður: Frekar hlýtt úti og völlurinn blautur og góður.
Dómari: Kiddi fórnaði sér í fyrri hálfleikinn og svo bara dæmt af hliðarlínunni (ekki okkar style samt).
Áhorfendur: Voru ekki nógu margir í dag!

Liðið:

Krissi í markinu - Siggi T og Daði Þór bakverðir - Óli Frímann og Kristófer miðverðir - Maggi og Tolli á köntunum - Jóel og Anton Sverrir á miðjunni - Tryggvi og Arnþór Ari frammi. Varamenn: Guðbjartur, Eiður Tjörvi, Silli, Davíð Þór, Viktor Berg og Daníel Örn.

Frammistaða:

- "Slugs" - tek etta á mig!

Almennt um leikinn:

+
Vorum að skapa fullt af færum.
+ Héldum boltanum vel innan liðsins og byggðum oft upp flottar sóknir alveg úr vörninni.
+
Góður kraftur trekk í trekk í sóknarleiknum - þarf að vera hjá fleiri leikmönnum.
+ Fengum ekki mikið af færum á okkur, vorum mjög þéttir í vörninni.

-
Hefðum mátt vera aðeins skipulagðari tilbaka á tímabili - betri færslu.
- Óþarf pirringur hjá sumum - skemmir bara einbeitinguna.
- Misstum smá einbeitingu í lokinn. Hefðum átt að klára þá fyrr.
- Eins og fyrr hefði mátt betri talanda í liðið. Samt er ég að sjá framför, vantar aðeins meira.

Í einni setningu: Nokkuð vel spilaður leikur og niðurstaðan öruggur leikur - vantaði smá "touch" í suma leikmenn á köflum en engu að síður flottur leikur.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home