Tuesday, May 31, 2005

Til flokksstjóra!

Sælir.

Hérna er textinn sem eldra árið lætur flokkstjóra sína fá
þegar vinnan hefst. vonandi er allt skýrt og ef einhver hefur
einhverjar athugasemdir þá bara bjalla.

- - - - -
Kæri flokksstjóri / verkstjóri.

Komdu sæll / sæl.

Veit ekki alveg hvernig ég á að byrja!
En pilturinn sem hefur afhent þér þennan miða æfir knattspyrnu hjá Þrótti, nánar tiltekið í 4.flokki karla. Hann er einn af 36 leikmönnum í flokknum sem hefur nú störf hjá vinnuskólanum sumarið 2005.

Ingvi Sveinsson heiti ég og er þjálfarinn hans. Við erum að reyna skipuleggja æfingatímana okkar í sumar og vorum að spá hvort við gætum samræmt okkur aðeins þannig að allir strákarnir myndu vinna eins.

Það sem mér langaði að biðja ykkur um er að leyfa piltinum að vinna fyrir og eftir hádegi til skiptis, og byrja fyrstu vikuna að vinna eftir hádegi, og svo til skiptis. Þannig gætum við allir æft fyrir hádegi eina vikuna og eftir hádegi hina, og svo til skiptis, sem og þetta minnkar hættuna á að einhverjir missi af æfingum og leikjum.

Sem sagt; ef það væri í lagi að fyrstu vinnuvikuna myndu þessir fótboltadrengir æfa eftir hádegi, næstu viku fyrir hádegi, svo koll af kolli (sjá hér fyrir neðan).


Leikmenn :
Aron Heiðar Guðmundsson - Auðun Eyvindsson - Atli Sæmundsson - Ágúst Pálsson – Baldur Björnsson - Brynjar Helgason - Davíð Stefánsson - Daði Ómarsson - Einar Sigurðsson - Egill Þormóðsson - Eggert Kári Karlsson - Gunnar Ægir Viktorsson - Hafliði Jónsson - Hákon Arnar Jónsson - Haukur Stefánsson - Ingólfur Urban Þórsson - Ívar Örn Jónsson - Jón Oddsson - José Luis Nunez Alvarez - Jökull Bjarnason - Lúðvík Þór Leósson - Magnús Ingvar Ágústsson - Matthías Sigurbjörnsson - Oddur Björnsson - Ólafur Magnússon - Ólafur Ólafsson - Óttar Hrafn Kjartansson - Páll - Pétur Hjörvar Þorkelsson - Róbert Eyþórsson - Sigurður Ingi Einarsson - Sigurður Einar Traustason - Styrmir Sigurðarson - Sveinn Óskar Karlsson - Tómas Hrafn Ágústsson - Valtýr Gíslason - Vilhjálmur Pálmason - Þorsteinn Hjalti Aðalgeirsson - Ævar - Þröstur Ingi Þórðarson.

Vinnuvikur :
13.-17.júní eftir hádegi - 20.-24.júní fyrir hádegi – 27.júní-1.júlí eftir hádegi –
4.-8.júlí fyrir hádegi – 11.-15.júlí eftir hádegi – 18.-22.júlí fyrir hádegi – 25.-29.júlí eftir hádegi –
1.-5.ágúst fyrir hádegi – 8.-12.ágúst eftir hádegi – 15-19.ágúst fyrir hádegi.


Endilega heyrið í mér ef það er eitthvað.
Kveðja, Ingvi – 869-8228.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home