Friday, May 06, 2005

Úrslit!

Jebba.

Við áttum 3 leiki við Víkinga í gær. ekki alveg okkar dagur!
gerðum eitt jafntefli og töpuðum þremur. samt margt gott.
read all about it:

- - - - -

Fyrsti leikur:
Víkingsvöllur - Fim.5.maí - kl.12.30.
Þróttur 0 - Víkingur 0.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Ingimar - Valli - Siggi Ingi - Matti - Einar - Oddur - Tommi - Styrmir - Villi - Dabbi + Bjarmi - Danni Ben.
Maður leiksins: Sigurður Ingi.
Almennt um leikinn: Leikurinn var frekar köflóttur. þ.e. þeir sóttu nánast allan fyrri hálfleik og við þann seinni. það var smá vindur og hafði hann nokkuð að segja. en við vorum samt alveg úti að aka í fyrri hálfleik. Náðum ekki 3 sendingum á milli - spörkuðum boltanum upp í loftið í hvert skipti og "kicksuðum" hægri vinstri. eins náðum við litlum tökum á miðjunni og ýttum ekki nógu mikið á þá til að pressa - heldur fengum þá alltaf beint aftur á okkur. eina markverða í seinni hjá okkur var klassa skalli hjá valla eftir horn en rétt framhjá. En þetta breyttist í seinni hálfleik og áttum við nokkur færi sem hefði verið ljúft að klára. vantaði aðeins meiri vilja í að klára. en 1 stig á útivelli á afar óspennandi malarvelli sleppur. verðum bara pottþétt að klára síðustu tvo.

- - - - -

Annar leikur:
Víkingsvöllur - Fim.5.maí - kl.14.00.
Þróttur 0 - Víkingur 7.
Liðið (4-4-2): Anton - Hákon - Bjarmi - Aron Ellert - Einar Þór - Auðun - Bjarki B - Ævar - Ási - Hemmi - Danni + Símon - Maggi - Kobbi - Binni.
Maður leiksins: Ástvaldur.
Almennt um leikinn: Eftir frekar gott gengið í síðustu leikjum fengum við skell í gær. 3 rosalega ódýr mörk í byrjun nánast kláruðu leikinn fyrir víkingana. því annars vorum við alveg inn í leiknum og þeir ekkert það miklu betri (eins og tölurnar kannski gefa til kynna). mörk 4 og 5 voru alveg eins: snöggur senter hjá þeim komst alveg einn innfyrir og við ekki nógu djúpir. mark 6 var víti (en boltinn fór víst ekki í hendina á magga!). annars nokkuð góður seinni hálfleikur. létum boltann rúlla ágætlega og vörðumst vel. fengum svo á okkur lufsumark í lokinn og þar við sat. náðum ekki að setja mark á þá - vantaði smá grimmd og hraða fremst.
sama hér - tveir leikir eftir og möst að gera betur þá - lærum af mistökunum í þessum leik.

- - - - -

Þriðji leikur:
Víkingsvöllur - Fim.5.maí - kl.15.30.
Þróttur 0 - Víkingur 3.
Liðið (4-4-2): Raggi - Þorsteinn - Maggi - Kobbi - Pétur - Bjarki Steinn - Óttar - Gylfi Björn - Arnar Páll - Óli - Tumi + Gulli - Bjarki Þór - Atli Freyr - Róbert.
Maður leiksins: Þorsteinn Hjalti
Almennt um leikinn: Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn, samt voru þeir ívið betri, það er samt skiljanlegt vegna þess að þeir voru með mikinn vind í bakið og var því erfitt fyrir okkur að sækja. Þó náðum við nokkrum góðum sóknum og vorum ekki langt frá því að “setja’nn” í nokkur skipti. En á seinustu mínútu fyrri hálfleiks fengu þeir innkast nálægt vítateig okkar, sem þeir tóku hratt og við vorum einfaldlega ekki alveg á tánum, svo þeir náðu að pota einu marki rétt fyrir hálfleik. Það hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir þetta mark, einfaldlega með því að tala saman, því að maðurinn sem fékk boltann eftir innkastið var alveg einn og báðir miðjumennirnir okkar voru í einhverju “dútli”. Í seinni hálfleik breyttist leikurinn töluvert. Þá fengum við vindinn í bakið og vorum því mestan hluta hálfleiksins á þeirra vallarhelmingi. Við vorum líka miklu harðari (samt var eins og nokkrir væru ekki að taka á því) og sköpuðum því mörg færi. Þrátt fyrir fjölda færa náðum við ekki að skora - vorum ekki nógu ákveðnir fyrir framan markið, tókum okkur aldrei til og bombuðum bara á markið. hefðum átt að láta reyna miklu meira á markmanninn þeirra. Eftir látlausar sóknir okkar vorum við orðnir svo ákafir í að skora að við gleymdum okkur í vörninni og þeir náðum nokkrum skyndisóknum og enduðu tvær þeirra með marki.
Afmælisbarnið (Raggi) skilaði sínu í markinu og varði nokkrum sinnum vel þegar Víkingar sluppu innfyrir. vörnina okkar góð í fyrri hálfleik og mestan hluta af seinni, þá sérstaklega Þorstein, sem skilaði sínu hlutverki vel bæði sem bakvörður og miðvörður. það vantaði smá baráttu í miðjumennina, vantaði líka að vera miklu ákveðnari og bomba bara á markið. Síðan voru framherjarnir duglegir, en eins og hjá miðjumönnunum, vera ákveðnari að bomba á markið.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home