Leikir v Leikni - laug!
Jebba.
Tveir leikir við Leikni í gær og svo æfing hjá sumum.
Fyrri leikurinn flottur en sá seinni frekar dapur. En svona
fór það þá:
- - - - -
Þróttur 3 - Leiknir 1.
Æfingaleikur
Dags: Laugardagurinn 3.mars 2007.
Tími: kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 0 - 1, 1 - 1, 2 - 1, 3 - 1.
Maður leiksins: Arnar Kári (topp leikur).
Mörk:
32 mín - Diddi kláraði dæmið eftir flott upphlaup upp hægri kantinn.
37 mín - Árni Freyr með gott slútt.
54 mín - Seamus slapp í gegn og kláraði færið sitt afar vel.
Vallaraðstæður: Frekar hlýtt úti - og völlurinn blautur og góður.
Dómari: Ingvi og Kiddi - oft verið betri - leyfðu kannski of mikið - en sluppu.
Áhorfendur: Gott crowd upp í stúku.
Liðið:
Sindri í markinu - Högni og Valli bakverðir - Addi og Nonni miðverðir - Sindri aftari miðja - Diddi fremri miðja - Salli og Viddi á köntunum - Árni einn frammi. Varamenn: Seamus (kom svo snemma inn á kantinn), Gummi, Kommi, Dagur og Kristófer.
Frammistaða:
Sindri: Flottur leikur - öruggur og gerði allt rétt.
Högni: Brilliant leikur - var grimmur, vann boltann vel og kom honum líka vel frá sér.
Valli: Líka góður leikur - sterkur og átti fínar sendingar. Mætti koma meira upp með boltann sjálfur.
Nonni: Ekki að sjá að hann hafi ekki verið í bolta í tvær vikur - sterkur og átti fínan leik.
Addi: Fínn leikur, vann alla bolta - mætti koma með fleiri langa bolta upp á kantana eða á Árna.
Sindri: Seldi sig stundum en var yfirleitt með fína staðsetningu og góðar sendingar.
Salli: Var mikið í boltanum - djöflaðist vel og lét hann rúlla miklu betur en áður. Flottur leikur.
Viddi: Mikið í boltanum, sérstaklega eftir að hann fór á miðsvæðið - átti varla feilsendingu - vantaði kannski smá tala á milli manna frammi.
Diddi: Flottur leikur - dreifði boltanum vel og var alltaf mættur tilbaka.
Árni: Snilldar vinnsla - vantaði bara smá upp á að sleppa einn í gegn nokkrum sinnum - fínn leikur og flott mark.
Seamus: Klassa barátta, djöflaðist vel allann leikinn - en hefði mátt vera meira út á kantinum og skila sér betur tilbaka á köflum.
Gummi: Tapaði ekki einvígi og kom vel frá á völlinn - ekki breik að stoppa hann.
Kommi: Öflugur leikur - vantaði að garga meira á boltann og skora alla veganna eitt mark!
Dagur: Vantaði smá kraft og skipanir til félaganna - en vann sig vel á er leið á leikinn.
Kristó: Fínasti leikur - hélt örugglega hreinu.
Almennt um leikinn:
+ Ákváðum að byrja 10 og gerðum við það frekar vel :-)
+ Ógnuðum vel og sóttum af krafti á þá allann leikinn.
+ Vorum þéttir tilbaka og vorum frekar fljótir að vinna boltann aftur af Leiknismönnnum.
+ Flott vinnsla á flestum leikmönnum.
+ 4 leikmenn að spila sinn fyrsta A liðs leik og stóðust "testið" algjörlega.
- Létum þá soldið fara í taugarnar á okkur og vorum með pínku væl við smá pústrum!
- Allt of oft rangstæðir í leiknum!
- Vantar að fá bakverðina með í sóknina.
- Aular að nýta ekki færin okkar í lokin - vorum 4v2 á köflum og létum illa vita hvað næsti maður átti að gera.
- Misstum sóknarmanninn þeirra innfyrir okkur í markinu.
Í einni setningu: Flottur sigur í ágætisleik - soldið seinir í gang en áttum svo leikinn.
- - - - -
Þróttur 0 - Leiknir 5.
Æfingaleikur
Dags: Laugardagurinn 3.mars 2007.
Tími: kl.15.15 - 16.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5.
Maður leiksins: Sindri G (bjargaði okkur trekk í trekk).
Vallaraðstæður: Veðrið var gott og völlurinn gat varla verið betri.
Dómari: Egill tók etta eiginlega sóló og stóð sig bara nokkuð vel.
Áhorfendur: Voru frekar fáir í þessum leik nema þeir hafi verið inni í hlýjunni!
Liðið:
Sindri í markinu - Matthías og Kevin Davíð bakverðir - Emil Sölvi og Eyjólfur miðverðir - Viktor og Maggi á köntunum - Silli og Kristófer á miðjunni - Arianit og Davíð Þór frammi. Varamenn: Sigurður T.
Frammistaða:
Sindri: Stóð sig eins og hetja. Bjargaði okkur margoft.
Matthías: Fínasti leikur, að undanskildum nokkrum atvikum, er hann var ekki í línu!
Kevin Davíð: Hefði mátt gefa boltanum fyrr oft á tíðum, og passa staðsetningu - en vann boltann oft.
Emil Sölvi: Fínn leikur, stóð vörnina vel.
Eyjólfur: Afar seigur fram að handleggsbrotinu!
Viktor: Var að taka menn flott á, en vantaði aðeins meiri grimmd.
Maggi: Fínasti leikur, skilaði sér vel til baka og var alltaf mættur fram.
Silli: Vann marga bolta á miðjunni og prjónaði sig oft í gegn. Góður leikur.
Kristó: Tók double - vann sömuleiðis marga bolta og spilaði vel.
Davíð Þór: Nokkuð sprækur - vantaði herslumunin á köflum - átti að setja alla veganna 1 mark.
Arianit: Vantaði meiri vinnslu og hefði átt að skora þegar Dabbi gaf inn í á hann.
Sigurður T: Góður leikur. Skilaði sínu vel á miðjunni.
Almennt um leikinn:
+ Bjuggum til flottar sóknir, sérstaklega í lok leiks.
+ Miðjan var sterk hjá okkur og þeir þurftu oft langa háa bolta til þess að komast í gegn.
+ Börðumst ágætlega á köflum, ef við hefðum verið þannig allan leikinn hefði þetta endað öðruvísi.
+ Davíð Þór, Maggi, Silli, Sindri G og Kristó nettir að bjarga okkur og klára leikinn.
- Lentum í veseni með mannskap - 12 leikmenn sem áttu að keppa komust ekki - það er eiginlega rosalegt - og gerist vonandi ekki aftur!
- Gengu of oft í gegn um okkur - þurfum að herða okkur í stöðunni 1 v 1.
- Vorum oft vitlaust staðsettir. Menn að dekka vitlausum megin - miðverðir komnir oft langt út úr sinni stöðu.
- Menn að stjórna hvor öðrum allt of lítið - menn engan veginn að rífa hvorn annan áfram og hvetja.
Í einni setningu: Frekar dapurt tap miðað við spilamennsku okkar á köflum - hefðum átt að setja lágmark tvö mörk á þá og minnka munin. Vantaði skap í menn og það að rífa hvorn annan áfram!
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home