Nokkrir punktar!
Sæler.
Hér eru nokkrir punktar sem við fórum í á föstudaginn, eru til að skerpa á ýmsum hlutum og gera starfið almennt flottara! Náum kannski ekki að framkvæma allt en reynum! Og ekki hika við að heyra í okkur ef eitthvað er óskýrt.
Bledsen,
Ingvi, Egill, Kiddi og fyrr en varir Eymi og vonandi Eysteinn ☺
- - - - -
• Æfingatímarnir: Við erum farnir að æfa aðeins oftar allir saman en við ætluðum okkur. Höfum þá smellt saman æfingunum á mánudögum og einstaka sinnum á miðvikudögum. Þá er náttúrulega mikilvægt að fylgjast vel með á blogginu. En framvegis verður þetta aðeins gert ef við erum með allann völlinn og að þjálfaracrewið telji 3! Æfum áfram á mán-mið-fös og laug en það breytist kannski smá þegar Rvk mótið utanhúss byrjar (sjá hér fyrir neðan) sem og ef við bætum við fimmtu æfingunni!
• Test: Þetta mætti vera skipulagðara hjá okkur – en við reynum að taka alltaf við og við nokkrar mælingar. Við höldum utan um allar tölur. Vinnum bara áfram í þessu.
• Aukaæfingar / Útihlaup: Erum ekki alveg búnir að vera nógu duglegir að festa útihlaupin! Við bætum hugsanlega við einni æfingu í viku sem yrði þá hlaup og styrkleikaæfingar. Eins er möguleiki að bæta við einni aukaæfingu á viku sem myndi miðast við einstaklingsþjálfun! Meir um það seinna.
• Fimleikar: Erum að semja um að fara alla veganna 3 sinnum í viðbót á mann. Það yrði þá fyrstu tvær vikurnar í mars ef það gengur.
• Frjálsar íþróttir: Við fáum 1-2 æfingar á mann hjá frjálsíþróttaþjálfara í mars – fyrir Rvk mótið. Sem er bara snilld.
• Reykjavíkurmótið utanhúss: Mótið hefst laugardaginn 24.mars og verðum við með 3 lið í keppninni (A - B og C lið). Hugsanlega færist einn leik framar í mars. Þið getið séð alla leikina á www.ksi.is – bara slegið inn leikir félaga, og valið þróttur – 4.flokkur – karlar og svo tímabilið. Ég held að það sé búið að staðfesta leikdaganna. Síðasti leikurinn verður fimmtudaginn 17.maí.
• Eldra árs ferðin út í júní: Það er allt klárt með hana! 25 strákar + þjálfarar + fararstjórar leggja inn í hann til Spánar 14.júní. Þannig að það styttist í hana. Nú er bara um að gera að vera duglegir í fjáröflunum, og það gildir auðvitað líka um þá sem ekki fara sem og yngra árið. Bara gott að eiga skilding inn á sínum reikning.
• Æfingaleikir: Næstu leikir verða við Breiðablik og vonandi Hauka. Svo kemur Ægir kannski í bæjarferð í mars.
• Fermingarfötin í Retro: Jamm – ég var beðinn um að láta ykkur vita að það verður vel tekið á móti ykkur í Retro í Smáralindinni, sérstaklega fermingarpiltum! Sindri Snær, markmaður í meistaraflokki, ræður ríkjum þar og nóg er að segjast vera í Þrótti (spillir ekki að segja í 4.flokki líka) þá verður hugsað um ykkur eins og kónga. Bara endilega kíkið þangað – flottar skyrtur og allur pakkinn
• Mætingar: Ég minni enn á að ef þið viljið fá heildarmætingarnar ykkar þá er nóg að meila á mig (ingvisveins@langholtsskoli.is) og ég sendi excel skjalið með ykkar upplýsingum strax á ykkur. Vika eftir af febrúar og um að gera að mæta eins og ljónið.
• Fleiri fjáraflanir: Það er planaður fjáröflunarfundur í næstu viku (örugglega fimmtudagurinn 1.mars). Klósettpappírssalan gekk vel, sumir hafa nýtt sér auglýsingarnar í blaðinu “Laugardalurinn”, og svo er alla veganna planað að gera dagatal aftur í mars/apríl .
• Fatnaður: Nánast allir búnir að máta og panta buxurnar, bolinn og treyjuna. Nú á bara eftir að leggja inn á reikninginn (1155-26-7496. kt:271158-2549. meil á sund@hive.is) og þá styttist í að þetta verði klárt.
• Markmannsæfingar: Eru auðvitað áfram á sunnudögum og svo kemur Rúnar til okkar á miðvikudögum.
• Heimasíðan: Heyrið í foreldrum ykkar hvort þau séu ekki örugglega búinn að setja sig á póstlista flokksins! Einnig getið þið sett inn ykkar netfang – það er bara gott mál. Allar upplýsingar eru á blogginu eða á heimasíðunni sjálfri.
• Æfingagjöld: Nokkrir eiga eftir að ganga frá skráningu og greiðslu fyrir þetta tímabil. Við hvetjum alla til að ganga frá því sem fyrst. Allar upplýsingar um þetta eru á einnig á blogginu eða á heimasíðunni.
• Upplýsingamiðinn: Honum verður dreift á þá sem eiga eftir að skila – skal fá miða frá öllum!
• Annað: Það styttist í keilumót flokksins. Einnig er fræðslufundur í undirbúningi. Foreldraboltinn verður svo mánaðarmótin mars/apríl og loks ætlum við að gera eitthvað félagslegt með 4.fl kvk (happy arnþór ari).
Líf og fjör!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home