Þróttaradagurinn og Þróttur v Fylkir!
Þróttaradagurinn!
Þróttaradagurinn verður sunnudaginn 22. maí og hefst dagskráin kl. 11.00 um morguninn með allskyns leikjum og fjöri við allra hæfi á Gervigrasvellinum. Eins og undanfarið verða hoppukastalar og leiktæki allskonar á staðnum. Farið verður í ratleik, tennis, handbolta, blak og 3. flokkur stráka í fótbolta tekur leik við eldri og reyndari menn, og fleira og fleira. Einnig verða knattþrautir sem við í 4.flokki rúllum upp!
Dagskránni lýkur um 13.30 með köttaranámskeiði þar sem farið verður yfir helstu hvatningarsöngvana áður en haldið verður á fyrsta heimaleik Þróttar gegn Fylki á Laugardalsvellinum. Boðið verður upp á andlitsmálningu í tilefni dagsins og veitingar verða seldar við vægu verði á staðnum. Það láta allir sjá sig!
Svo kl.14.00 …
Þróttur – Fylkir
Á Laugardalsvelli.
Tæklar Eysteinn Bjögga? Kemur Ingvi inn á? Fær Jenni spjald?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home