Friday, May 13, 2005

Úrslit!

Heyja.

Góður dagur í gær. 3 leikir við Val á heimavelli okkar.
1 jafntefli og 2 sigrar. Geggjað veður og línuverðir í tveimur
leikjum!! 4 leikir eftir í rvk mótinu um þarnæstu helgi. en
hér er allt um leikina í gær:

- - - - -

Fyrsti leikur:
Gervigrasið í Laugardal - Fim.12.maí - kl.15.00.
Þróttur 2 - Valur 2
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Ingimar - Valli - Siggi Ingi - Einar Þór - Einar - Oddur - Aron Heiðar - Vilhjálmur - Davíð S - Danni Ben + Jökull - Bjarki B - Tómas Hrafn - Brynjar - Matthías, Styrmir.
Mörk: Danni Ben, Vilhjálmur.
Maður leiksins: Oddur.
Almennt um leikinn: Þetta var hörkuskemmtilegur leikir að horfa á. Mikill sóknarleikur hjá báðum liðum og þá sérstaklega í seinni hálfleik hjá okkur. Eins og við töluðum um í hálfleik þá var lítil samvinna fram á við í fyrri hálfleik, menn litu ekki upp og töluðu ekki saman. Eitthvað sem er jafn nauðsynlegt inn á og að senda á samherja!! svona næstum því! Annars spiluðum við boltanum afar vel á köflum, eitthvað sem maður var farinn að sakna. Við þurfum svo að halda áfram að skýla boltanum betur og að nota raddböndinn aðeins meira. Annars skoruðum við ótrúlega góð og flott mörk. Sterkt að jafna leikinn og það hefði verið ljúft að klára dæmið. Bæði þeirra mörk voru svipuð. Komumst inn fyrir okkur og voru sterkari á síðustu metrunum. Þar hefðum við mátt vera nær mönnunum, koma boltanum út af eða jafnvel brjóta pent! En annars stóðu menn sig almennt vel - Bjarki og Einar stimpluðu sig vel inn og Oddur stoppaði ekki allann leikinn. Einn leikur eftir og hann verður kláraður takk fyrir!

- - - - -

Annar leikur:
Gervigrasið í Laugardal - Fim.12.maí - kl.16.30.
Þróttur 7 - Valur 3
Liðið (4-4-2): Anton, Þorsteinn Hjalti - Aron Ellert - Pétur Hjörvar - Símon - Jakob Fannar - Ási - Hemmi - Baldur - Auðun - Ævar + Egill - Óttar Hrafn - Maggi - Gylfi - Ingó.
Mörk: Ævar Hrafn 4, Hermann Ágúst, Pétur Hjörvar, Ástvaldur Axel.
Maður leiksins: Ævar Hrafn.
Almennt um leikinn: Kláruðum nánast leikinn í byrjun, en samt eftir að hafa fengið á okkur 2 klaufamörk. Þannig hjálpuðum við þeim aðeins inn í leikinn, sem var algjör óþarfi því þeir átti annars aldrei breik. 3 flott mörk hjá Ævari eftir flottar sóknir. Fyrsta markið kom eftir súper fyrirgjöf frá kobba. Svona langar fyrirgjafir sjáum við sjaldan í fjórða flokki! en það kemur. En annars sýndum við stöðugleika út allann leikinn. Menn hættu ekki heldur bættu bara við. Nokkrir að spila sinn fyrsta leik með liði 2 og stóðu sig prýðilega. Egill markvörður er vonandi byrjaður á fullu og er það súper. Ævar var í svaðalegu formi og setti fjögur mörk - og hefði jafnvel getað sett eitt í viðbót. En annars klassa sigur og ekkert annað í stöðunni en að klára síðasta leikinn og enda í góðu sæti.

- - - - -

Þriðji leikur:
Gervigrasið í Laugardal - Fim.12.maí - kl.18.00.
Þróttur 9 - Valur 6
Liðið (4-4-2): Raggi - Ágúst Ben - Bjarki Steinn - Haukur - Flóki - Gunnar Ægir - Róbert - Ívar Örn - Pétur Dan - Þröstur Ingi - José + Halli - Siggi E - Gunnar Björn - Bjarki Þór - Gulli - Davíð Hafþór - Tumi - Arnar Páll - Viktor.
Mörk: Sigurður Einar 2, Bjarki Þór 2, Guðlaugur, Arnar Páll, Þröstur, José, Róbert.
Maður leiksins: Siggi Einar
Almennt um leikinn: OK....9-6!!!...sigur er alltaf sigur enn þetta eru náttla bara handboltatölur. Jákvæðu punktarnir úr þessum leik er að sjálfsögðu sóknarleikurinn....9 mörk er náttla alger snilld og mörkin dreifast á marga. Enn að mínu mati á maður ekki að fá á sig 6 mörk á móti liði sem maður skorar níu mörk á. Semsagt aðeins samviskusamari við það að bakka í vörn...annars fínt.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home